Search
Close this search box.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson nýr varaformaður Vinstri grænna

Deildu 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýr varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Guðmundur Ingi hlaut 187 atkvæði en hann var einn í framboði. Fimm skiluðu auðu og hlaut Guðmundur Ingi þannig 97,4 prósent greiddra atkvæða.

Guðmundur Ingi er stofnfélagi í Vinstri grænum og hefur gegnt embætti umhverfis- og auðlindaráðherra sem utanþingsráðherra frá árinu 2017. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Landverndar á árunum 2011-2017 en starfaði áður við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins.

Guðmundur Ingi tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og var fyrsti formaður félagsins frá 2007 til 2010. Guðmundur Ingi var formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi 2017-2018.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search