Search
Close this search box.

Gullborinn 100 ára

Deildu 

Á jaðri sýning­ar­svæðis Árbæj­ar­safns stendur gripur sem óhætt er að telja einn þann veiga­mesta í gjör­vallri tækni­sögu Íslands. Þótt saga hans sé merki­leg lætur hann ekki mikið yfir sér og hætt er við að menn­irnir sem réð­ust í það fyr­ir­tæki að kaupa hann og flytja til lands­ins fyrir réttri öld hafi fremur tengt hann við fjár­tjón og brostnar vonir en fram­farir og tækninýj­ung­ar. Hér er að sjálf­sögðu rætt um sjálfan gull­bor­inn sem kom til Íslands á vor­dögum 1922.

Kaupin á bornum áttu sér þó mun lengri aðdrag­anda. Árið 1904 lét bæj­ar­stjórn Reykja­víkur hefja bor­anir eftir neyslu­vatni í Vatns­mýr­inni. Ör fjölgun bæj­ar­búa um alda­mótin og auknar hrein­læt­is­kröfur gerðu það að verkum að gömlu vatns­bólin innan bæj­ar­markanna voru orðin ófull­nægj­andi. Vonir um miklar vatns­lindir í næsta nágrenni bæj­ar­ins brugð­ust og fljót­lega var ákveðið að sækja vatn alla leið í Gvend­ar­brunna, en áður en til þess kom áttu bor­an­irnar í mýr­inni eftir að hafa óvæntar afleið­ing­ar.

Klondike aust­urs­ins

Vorið 1905 veitti danski bor­meist­ar­inn sem hafði umsjón með verk­inu því athygli að gyllt málm­svarf kom upp úr bor­hol­unni. Fregnir þessar vöktu þegar mikla athygli. Reyk­vík­ingum voru í fersku minni sögur af gullæð­inu í Klondike í Alaska nokkrum árum fyrr. Hvers vegna æti sú saga ekki end­ur­tekið sig í Reykja­vík? Fáeinir Vest­ur­-Ís­lend­ingar höfðu tekið þátt í því ævin­týri og einn þeirra var meira að segja staddur í bæn­um. Honum voru sýndar málmagn­irnar og felldi þann dóm að lík­lega væri hér gull að finna.AUGLÝSINGhttps://static.airserve.net/kjarninn/websites/kjarninn/adzones/grein-midjufleki-1/banner132520.htmlEins og hendi væri veifað braust út lítið gullæði í Reykja­vík. Sagt er að lóðir sem verið höfðu óselj­an­legar í mörg ár hafi skipt um eig­endur fyrir marg­falt upp­runa­legt verð og kaup­menn bæj­ar­ins tóku að búa sig undir að þjón­usta gull­leit­ara í stórum stíl. Stofnað var félag um gull­leit­ina með aðild bæj­ar­sjóðs og haf­ist handa við til­rauna­bor­an­ir. Nið­ur­stöður þeirra urðu þó ekki sér­lega afger­andi. Stóru gullæð­arnar létu bíða eftir sér og mesta gróða­vonin tók fljót­lega að sljákka. Vanga­veltur fóru að heyr­ast um að hrekkjalómar hefðu komið orðróm­inum af stað og vildu sumir skella skuld­inni á ves­al­ings Vest­ur­-Ís­lend­ing­inn, sem sagður var hafa komið gylltu ögn­unum fyr­ir. Í dag er þó talið lík­leg­ast að málm­leif­arnar hafi komið úr lát­úns­hylkjum sem notuð voru við spreng­ingar í tengslum við bor­an­irn­ar.

Von sem lifði

Þótt minni og minni vís­bend­ingar væru um gull­námur í bæj­ar­land­inu, reynd­ist erfitt að kveða niður draumana um auð­æfi og eðal­málma. Efna­hag­skreppa sem skall á Evr­ópu árið 1908 varð til þess að gull­leitin var lögð á hill­una. Nokkrum miss­erum síðar brast á heims­styrj­öld og í kjöl­far hennar komu miklar efna­hags­legar þreng­ingar á Íslandi. Við þær aðstæður var frá­leitt að sinna gælu­verk­efnum á borð við langsóttar gull­bor­an­ir, en í hugum margra lifði áfram hinni nag­andi efi: „hvað ef Reyk­vík­ingar sætu ofaná gull­námu?“

Árið 1919 eign­uð­ust Íslend­ingar sinn fyrsta námu­verk­fræð­ing. Helgi Her­mann Eiríks­son, sem síðar varð kunnur sem skóla­stjóri Iðn­skól­ans og banka­stjóri í Reykja­vík, hafði haldið til náms í Kaup­manna­höfn og Glas­gow þar sem hann sér­hæði sig í vinnslu verð­mætra jarð­efna. Hug­sjón hans var að Ísland yrði ekki eft­ir­bátur ann­arra landa þegar kæmi að náma­grefti. Í því skyni kom hann að rann­sóknum á silf­ur­bergi við Reyð­ar­fjörð og á kola­lögum víða um land.

Gróð­anum ráð­stafað

Ekki er að efa að koma Helga til lands­ins hafi átti sinn þátt í því að hópur athafna­manna stofn­aði hluta­fé­lagið Málm­leit um mitt ár 1921. Félagið gerði flókna samn­inga við bæj­ar­stjórn Reykja­víkur um leyfi til rann­sókna víðs vegar í Vatns­mýr­inni og voru ýmis ákvæði sett um for­kaups­rétt bæj­ar­ins að drjúgum hluta í félag­inu ef til gull­vinnslu kæmi, sem og um greiðslur í bæj­ar­sjóð ef stór­hagn­aður yrði af verk­efn­inu. Að samn­ingum loknum varð fyrsta verk félags­ins að panta öfl­ugan þýskan bor til lands­ins: gull­bor­inn.

Það tók ekki langan tíma fyrir hið nýstofn­aða gull­leit­ar­fyr­ir­tæki að leita af sér allan grun í Vatns­mýr­inni. Hluta­féð varð fljótt á þrotum og starf­sem­inni því sjálf­hætt. Bor­inn fíni lá verk­efna­laus úti í veg­ar­kanti, þar sem hann tók að grotna niður sem óþægi­legur minn­is­varði um mis­heppnað ævin­týri.

Og þó! Á upp­hafs­árum tutt­ug­ustu aldar fóru Íslend­ingar í vax­andi mæli að velta fyrir sér nýt­ing­ar­mögu­leikum jarð­hita. Á nokkrum stöðum á land­inu mátti finna sund­laugar sem nýttu heitt vatn og stöku hug­vits­maður hafði freistað þess að kynda hús sín með heitu vatni eða jarð­gufu. Erlend verk­fræði­rit fluttu fregnir af bæjum og borgum vestan hafs og austan þar sem heitar upp­sprettur voru nýttar ýmist til raf­orku­fram­leiðslu eða hús­hit­un­ar. For­vitni lands­manna var vak­in.

Nýtt hlut­verk

Árið 1928, fjórum árum eftir að gullæðið í Vatns­mýr­inni fór end­an­lega út um þúf­ur, hóf Raf­magns­veita Reykja­víkur bor­anir í Þvotta­laug­un­um. Í fyrstu var ætl­unin að finna gufu sem nýta mætti til að knýja túrbínur en fljót­lega þótti ein­sýnt að skyn­sam­legra væri að dæla upp heitu vatni sem nýta mætti beint til kynd­ingar í Reykja­vík og fyrir fyr­ir­hug­aða Sund­höll í bæn­um. Lauga­veitan svo­kall­aða var tekin í notkun árið 1930 og þótt hún væri smá í sniðum leiddi hún þegar í ljós kosti þess að hita Reykja­vík alla upp með þessum hætti.

Það var vita­skuld gamli gull­bor­inn sem nýttur var við bor­an­irnar í Þvotta­laug­un­um. Hann fékkst ódýrt frá eig­endum Málm­leitar hf. Afar ólík­legt má telja að stjórn­endur Raf­magns­veit­unnar hefðu ráð­ist í að kaupa nýjan og fok­dýran bor til lands­ins um þetta leyti, enda hafði fyr­ir­tækið í næg önnur horn að líta. Því má færa rök fyrir því að mis­heppnuð gull­leit í Vatns­mýri hafi flýtt fyrir hita­veitu­væð­ingu Reykja­víkur og þar með lands­ins alls, jafn­vel um ára­tugi!

Gull­bor­inn sjálfur átti svo eftir að þjóna Reyk­vík­ingum um langt skeið. Hann kom við sögu heita­vatns­bor­ana að Reykjum í Mos­fells­sveit á fimmta ára­tugnum og síðar í Laug­ar­nesi á þeim sjötta. Síð­ast var bor­inn not­aður í Gufu­nesi á árinu 1965. Að því verki loknu var hann lát­inn standa þar og veðr­ast um margra ára skeið meðan þess var beðið að Árbæj­ar­safn hefði efni á að flytja hann til bæj­ar­ins. Frá árinu 1978 hefur Gull­bor­inn verið sýni­legur safn­gestum þar, en þess er þó skammt að bíða að hann flytji enn búferlum því ákveðið hefur verið að koma bornum fyrir á nýju sýn­ing­ar­svæði Orku nátt­úr­unnar í Elliða­ár­dal. Í tengslum við þá flutn­inga munu þessar merku tækni­m­injar fá löngu tíma­bæra and­lits­lyft­ingu og von­andi þann sess sem þær eiga skil­ið.

Stefán Pálsson, sagn­fræð­ingur og fram­bjóð­andi Vinstri grænna í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search