Search
Close this search box.

Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2023

Deildu 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2023 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda. Uppfærslan tengist aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru fyrr í mánuðinum.

Tekju- og eignamörk hækka afturvirkt um 2,5% frá 1. janúar 2023. Nýju tekjumörkin eru eftirfarandi:

 Fjöldi
 heimilismanna
 Neðri
 tekjumörk
 á ári
 Efri
 tekjumörk
 á ári
 Neðri
 tekjumörk
 á mánuði
 Efri
 tekjumörk
 á mánuði
 1 4.940.697 6.175.872 411.725 514.656
 2 6.534.470 8.168.088 544.539 680.675
 3 7.650.112 9.562.639 637.509 796.887
 4 eða fleiri 8.287.620 10.359.524 690.634 863.2931)


Eignamörk hækka úr 7.157.858 kr. í 7.336.805 kr.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search