Search
Close this search box.

Hálfnað verk þá hafið er

Deildu 

Þegar líður að ára­mótum horfir maður gjarnan til baka og veltir fyrir sér því sem gerst hef­ur. Sem þing­maður finnst mér við­eig­andi að fara örstutt yfir nokkur verk­efni, bæði þau sem komin eru í höfn og þau sem framundan eru, enda kjör­tíma­bilið hálfn­að. 

Að starfa í rík­is­stjórn sem þverar hið póli­tíska lit­róf hefur verið lær­dóms­ríkt og vissu­lega krefj­andi á köfl­um. Að mínu mati getum við Vinstri græn sann­ar­lega verið stolt af því sem við höfum áork­að, enda mörg gam­al­gróin bar­áttu­mál okkar komin til fram­kvæmda.

Það er ekki hægt að líta yfir árið sem er að líða án þess að minn­ast á þær miklu kjara­bætur sem fylgja lífs­kjara­samn­ingnum sem und­ir­rit­aður var í vor í tengslum við kjara­samn­inga. Þar er sér­stakt fagn­að­ar­efni að búið sé að lengja fæð­ing­ar­or­lof­ið. Það mikla jafn­rétt­is­mál hefur í mörg ár verið bar­áttu­mál okkar Vinstri grænna. Jafn réttur for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs er gríð­ar­lega mik­il­vægt verk­færi í því að koma í veg fyrir launa­mun kynj­anna. Gögnin sýna að í þeim til­vikum sem gagn­kynja pör eign­ast barn fellur það oftar í hlut kvenna að taka út þá við­bót sem óskipt er af fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra. Þetta leiðir til þess að konur eru lengur utan vinnu­mark­aðar með til­heyr­andi tekju – og rétt­inda­tapi auk þess sem börn verða af mik­il­vægum tíma til að tengj­ast báðum for­eldrum í frum­bernsku. AUGLÝSING

Fæð­ing­ar­or­lofið er þó ekki eina stóra skrefið sem tekið var í jafn­rétt­is­málum á árinu en ný lög um þung­un­ar­rof voru sam­þykkt í vor. Sú breyt­ing felur í sér að sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur kon­unnar er virtur enda er það eng­inn annar sem getur tekið ákvarð­anir en konan sjálf. Það hefur verið bar­áttu­mál kvenna­hreyf­ing­ar­innar allt frá stofnun að tryggja fólki örugga heil­brigð­is­þjón­ustu á með­göngu og var þessi breyt­ing því mikið fagn­að­ar­efn­i. 

Frá árinu 2015 hafa þing­menn VG unnið að laga­breyt­ingu til að auka rétt­indi trans- og inter­sex­fólks. Í fyrstu var vinnan í höndum Svan­dísar Svav­ars­dóttur sem vann þétt með félög­unum Trans Ísland og Inter­sex Íslands. Tals­menn þess­ara hópa hafa lengi talað fyrir slíkri laga­breyt­ingu, enda hafði Ísland dreg­ist aft­urúr í rétt­indum hinsegin fólks á heims­vísu vegna skorts á lög­festum rétt­indum þeirra hér á landi. Í vor urðu svo loks til lög um kyn­rænt sjálf­ræði sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra lagði fram. Með þeim voru tryggð aukin rétt­indi trans og inter­sex fólks og einnig tryggður sá réttur að geta háttað kyn­skrán­ingu sinni eins og þau kjósa. Löngu tíma­bær breyt­ing, enda er fólk best til þess fallið að skil­greina sig sjálft.

Búið er að koma á þriggja þrepa skatt­kerfi á ný. Það kerfi gengur í raun lengra en það sem var hér í tíð vinstri­st­jórn­ar­innar 2009-2013. Með nýju grunn­þrepi sem dregur úr skatt­byrði tekju­lægsta hóps­ins og eykur með því ráð­stöf­un­ar­tekjur hans. Einnig voru skerð­inga­mörk barna­bóta hækkuð tals­vert sem eykur ráð­stöf­un­ar­tekjur barna­fólks.

Heil­brigð­is­málin stór áskorun

Það er ótal margt sem áunn­ist hefur í heil­brigð­is­málum á þessum tveim árum með góðan leið­toga í brúnni í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Fyrsta heil­brigð­is­stefnan var sam­þykkt á þessu ári sem er afskap­lega mik­il­vægt til að ná enn betur utan um og skil­greina þjón­ust­una sem veita á. Til að létta á sér­hæfðri þjón­ustu hefur heilsu­gæslan verið efld sem fyrsti við­komu­stað­ur. Ákalli um aukna geð­heil­brigð­is­þjón­ustu hefur sömu­leiðis verið svar­að, m.a. með því að hafa þver­fag­leg geð­heilsuteymi á heilsu­gæslu­stöðvum um allt land. Gjald­skrá tann­lækn­inga aldr­aðra og öryrkja hafði ekki verið upp­færð í 14 ár en því var kippt í lið­inn sem og auk­inn stuðn­ingur við tann­lækn­ingar barna. 

Og áfram verður haldið í því að jafna aðgengi fólks að heil­brigð­is­þjón­ustu því komu­gjöld í heilsu­gæsl­una verða felld niður í áföngum á næstu árum. Þá verður dregið úr kostn­að­ar­þát­töku fólks   vegna lyfja, hjálp­ar­tækja, bún­aðar fyrir syk­ur­sjúka og ferða­kostn­aðar sem við lands­byggð­ar­fólk höfum kallað mikið eft­ir. Þá er ótalin sú mikla upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­rýma sem stendur yfir sem og bygg­ing með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans en skemmst er að minn­ast að tekið var í notkun nýtt sjúkra­hót­el. 

Óveðrið og inn­viðir

Ýmis verk­efni eru þó með öllu ófyr­ir­sjá­an­leg og þó við Íslend­ingar séu vön ýmsu þegar kemur að veðr­inu þá held ég að  óveðrið í byrjun des­em­ber hafi almennt komið lands­mönnum í opna skjöldu. Við blasti  veru­leiki sem margir íbúar lands­byggð­ar­inn­ar, und­ir­rituð með­tal­in, hafa verið með­vituð um í langan tíma – að inn­viðir á lands­byggð­inni eru ekki nógu öfl­ug­ir. Þar er auð­vitað helst að nefna raf­orku­ör­yggi, fjar­skipti og sam­göng­ur. Við þessu verðum við að bregð­ast og gera allt sem í okkar valdi stendur til að fólk og fyr­ir­tæki þurfi ekki að búa við slíkar aðstæður aftur og held ég reyndar að allir þeir sem að þessum málum komu fari í nafla­skoðun um hvað má betur fara.

Seinni hálf­leikur – mið­há­lend­is­þjóð­garður og lofts­lags­málin

En þó að við höfum þegar komið ýmsu í verk eru næg verk­efni framundan á seinni hluta kjör­tíma­bils­ins. Nú rétt fyrir jól voru birt í sam­ráðs­gátt drög að frum­varpi um mið­há­lend­is­þjóð­garð. Vernd hálend­is­ins okkar er afar mik­il­væg, ekki bara fyrir frið­elsk­andi og fjalla­grasaét­andi göngugarpana í Vinstri græn­um, heldur fyrir lands­menn alla og ekki síður fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. 

Málið er umdeilt og það vitum við vel. Um er að ræða stórt land­svæði og er eðli­legt að heima­menn í nær­sveitum þjóð­garðs­ins séu með var­ann á þegar undir er nátt­úra sem þeim er kær. Það er einnig skilj­an­legt að fólk hafi efa­semdir gagn­vart því að „sér­fræð­ingar að sunn­an“ taki yfir skipu­lag á svæð­inu í stjórn þjóð­garðs­ins. En mik­il­vægt er að halda því til haga að  það stendur ekki til að taka völdin af heima­fólki enda sveit­ar­stjórn­ar­fólk með meiri­hluta bæði í aðal­stjórn­inni og í umdæm­is­stjórn­unum enda er hér um að ræða þjóð­garð okkar allra. Ef vel tekst til verður um að ræða stórt svæði þar sem heldur utan um okkar allra fal­leg­ustu og ber­skjöld­uð­ustu nátt­úru. Mörg höfum við komið í slíka þjóð­garða erlendis og yrði það landi og þjóð til sóma að sjá mið­há­lend­is­þjóð­garð verða að raun­veru­leika.

Nátt­úran er enda stóra málið þessa dag­ana og þá sér­stak­lega lofts­lags­mál­in. Það hefur ekki farið fram­hjá okkur þing­mönn­um. Hvert sem litið er og hvaða mál sem er til umræðu virð­ist fólk verða með­vit­aðra um mik­il­vægi þess að taka til­lit til umhverf­is­ins og lofts­lags­mála. Fyrir þing­menn Vinstri grænna, sem í mörg ár var gert grín af vegna áherslu sinnar á umhverf­is­vernd, er þetta fagn­að­ar­efni. Það vefst þó ekki fyrir neinum að þessi umræða er nú orðin svo áber­andi vegna þeirra gríð­ar­legu áskor­anna sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir. Þar skiptir aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar miklu máli þar sem veru­lega verður aukið við fjár­fest­ingar og inn­viði í raf­væð­ingu sam­gangna auk þess sem ráð­ist verður í umfangs­mikið átak við end­ur­heimt vot­lend­is, birki­skóga og kjarr­lend­is, stöðvun jarð­vegseyð­ingar og frek­ari land­græðslu og nýskóg­rækt til að vinna sér­stak­lega að mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi. Margt annað er að finna í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni sem verður end­ur­skoðuð reglu­lega enda breyt­ast aðstæður hratt og nauð­syn­legt að vera á tán­um. 

Allir að borð­inu

Ég heyri því oft fleygt fram að stjórn­völd geri ekki nóg og séu ekki nógu rót­tæk. Það er eitt­hvað sem við sem sitjum á Alþingi verðum að hlusta á. Það er vont ef þau góðu mál sem við höfum vissu­lega komið til fram­kvæmda í umhverf­is­málum ná ekki eyrum fólks. Þar má til dæmis nefna tíma­móta­mál umhverf­is­ráð­herra frá því í vetur þegar bann var lagt við notkun svartolíu í lög­sögu Íslands. Þá má einnig nefna bann við því að gefa plast­poka í versl­un­um. Það kann að virð­ast lít­ill dropi í hafið en mik­il­vægt skref í því að úthýsa einnota plasti. Einnota er einmitt orð sem við verðum að aflæra. Að vissu leyti þurfum við að horfa til for­tíðar í þeim efn­um,  við verðum að vera nýtn­ari. Að stoppa í sokka, fara með fjöl­nota­poka í búð­ina, hætta að henda mat og svo fram­veg­is. Allt eru þetta hlutir sem hver og einn getur til­einkað sér. 

Hins vegar verður ekki hjá því litið að mesta ábyrgðin í lofts­lags­málum liggur hjá stór­iðju og stór­fyr­ir­tækj­um, bæði hér­lendis og um heim all­an. Það var því sér­stakt fagn­að­ar­efni þegar full­trúar stór­iðj­unn­ar, Orku­veitu Reykja­víkur og rík­is­stjórn­ar­innar und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu í sumar um kolefn­is­hreinsun og bind­ingu. Það skiptir sköpum að fá alla að borð­inu í þessum efn­um. 

En nú líður að lokum þessa við­burða­ríka árs og þing­flokkur Vinstri grænna heldur ótrauður áfram að vinna að góðum málum fyrir land og þjóð, sumt hefur gengið hægar og annað eins og til stóð. Ég held inn í nýja árið með bjart­sýni og jákvæðni að leið­ar­ljósi enda næsta víst að þá ganga verkin bet­ur.

Gleði­lega hátíð og megi gæfa og gleði fylgja ykkur öllum á kom­andi ári.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search