Search
Close this search box.

Hatursorðræða og níð á útleið úr kosningabaráttu

Deildu 

Nafn­laus áróður sem kviknar í leynum hefur oft verið hluti af kosn­inga­bar­áttu og vakið spennu. Safa­rík hneyksli fá vængi og fljúga um sam­fé­lags­miðla á ógn­ar­hraða, þótt óstað­fest séu. Versta teg­und af níði og hat­ursum­ræðu er einmitt sú eng­inn veit hvaðan kem­ur. Þannig kosn­inga­bar­átta er eitur sem skekkir lýð­ræðið og skemmir sam­fé­lags­um­ræð­una. Öll vitum við að gróu­sögur eru oft áhrifa­rík­ari en stað­reynd­ir, þegar ætl­unin er að brjóta niður og snúa almenn­ings­á­liti gegn ein­stak­lingum og heilum flokkum í kosn­inga­bar­áttu.

Nafn­laus áróður var áber­andi bæði í Alþing­is­kosn­ingum 2016 og 2017 og hans varð vart í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2018. Nefnd fram­kvæmda­stjóra stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi vann í nokkur ár að því að bæta umhverfi stjórn­mál­anna og leggja til breyt­ingar á lögum til að auka gagn­sæi og traust á stjórn­mál­um.

Eitt af því sem þar var undir var nafn­lausi áróð­ur­inn. Fyrsta skrefið í þess­ari vinnu til að hindra níð og hat­ursum­ræðu í kosn­inga­bar­áttu var ákvæði um að flokk­arnir sjálfir og full­trúar þeirra gengju á undan með góðu for­dæmi. Stjórn­mála­flokk­arnir bönn­uðu sjálfum sér að fjár­magna birt­ingu eða taka þátt í birt­ingu nafn­lauss áróð­urs.AUGLÝSINGhttps://static.airserve.net/kjarninn/websites/kjarninn/adzones/grein-midjufleki-1/banner123153.html

„Stjórn­mála­sam­tök­um, kjörnum full­trúum þeirra og fram­bjóð­end­um, sem og fram­bjóð­end­um í per­sónu­kjöri, er óheim­ilt að fjár­magna, birta eða taka þátt í birt­ingu efnis eða aug­lýs­inga í tengslum við stjórn­mála­bar­áttu nema fram komi við birt­ingu að efnið sé birt að til­stuðlan eða með þátt­töku þeirra.“

Þetta ákvæði hjálp­aði mik­ið. En það náði ekki alla leið, enda er stór og lík­lega stækk­andi hluti stjórn­mála­bar­áttu rek­inn af öðrum en flokk­unum sjálfum og full­trúum þeirra. Því varð fljótt ljóst að ákvæði til að hindra hat­urs­orð­ræðu og níð í kosn­inga­bar­áttu þyrfti að ná til stærri hóps. Eftir mikla yfir­legu fram­kvæmda­stjóra flokk­anna með stórum hópi sér­fræð­inga um mann­rétt­indi og tján­ing­ar­frelsi varð eft­ir­far­andi ákvæði til og bundið í lög um stjórn­mála­bar­áttu nú í vor 2021.

„Frá þeim degi er kjör­dagur hefur form­lega verið aug­lýstur vegna kosn­inga til Alþing­is, til sveit­ar­stjórna eða til emb­ættis for­seta Íslands, svo og vegna boð­aðrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, skulu aug­lýs­ingar og annað kostað efni, sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kosn­inga, vera merkt aug­lýsanda eða ábyrgð­ar­mann­i.“

Í kosn­inga­bar­áttu fyrir nýaf­staðnar kosn­ingar til Alþingis 25. sept­em­ber virð­ist sem meiri árangur hafi náðst við að stemma stigu við nafn­lausum áróðri og þar með níði, en í fyrri kosn­ing­um. Það er mikið fagn­að­ara­efni. Ástæða er til að ætla að krafa í lögum um merk­ingar og ábyrgð á aug­lýs­ingum sé hluti af þeirri góðu þró­un. Fleira kom einnig til og má nefna nýjar reglur Face­book, verk­lags­reglur stjórn­mála­flokk­anna um sam­fé­lags­miðla, fræðslu­á­tak Fjöl­miðla­nefndar og upp­lýsta umræðu í sam­fé­lag­inu. Hitt er jafn öruggt að vinnu gegn lúa­legum bar­áttu­að­ferðum í póli­tík lýkur aldrei. Nú stytt­ist í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og þá er gott að fólkið í land­inu sé með­vitað um hvað ein­kennir heil­brigða stjórn­mála­um­ræðu og haldi áfram að veita það aðhald sem þarf.

Björg Eva Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna og for­maður nefndar fram­kvæmda­stjóra stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search