Search
Close this search box.

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 kynnt í heilbrigðisumdæmi Vesturlands

Deildu 

Heilbrigðisráðherra, stendur fyrir opnum fundi um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þann 15 ágúst. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi kl. 17 – 19.

Fjallað verður um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og  hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Heilbrigðisstefnan verður kynnt í öllum heilbrigðisumdæmum landsins og hafa kynningarfundir þegar verið haldnir í heilbrigðisumdæmum Norðurlands og Vestfjarða.

Kynningarfundir um heilbrigðisstefnuna verða haldnir í heilbrigðisumdæmi Suðurlands 14. ágúst, í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja 19. ágúst og í heilbrigðisumdæmi Austurlands 22. ágúst.

Dagskrá fundarins á Akranesi 15. ágúst

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir stefnuna
  • Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands – Sýn forstjóra.
  • María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) – Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi SÍ
  • Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka eftirtaldir þátt í pallborðsumræðum: Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og Sveinbjörg Pétursdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Húnaþingi vestra.

Fundarstjóri er Björn Bjarki Þorsteinsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar.

Fundurinn er öllum opinn og gestir boðnir velkomnir.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search