Search
Close this search box.

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 kynnt í heilbrigðisumdæmi Vesturlands

Deildu 

Heilbrigðisráðherra, stendur fyrir opnum fundi um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, þann 15 ágúst. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi kl. 17 – 19.

Fjallað verður um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og  hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Heilbrigðisstefnan verður kynnt í öllum heilbrigðisumdæmum landsins og hafa kynningarfundir þegar verið haldnir í heilbrigðisumdæmum Norðurlands og Vestfjarða.

Kynningarfundir um heilbrigðisstefnuna verða haldnir í heilbrigðisumdæmi Suðurlands 14. ágúst, í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja 19. ágúst og í heilbrigðisumdæmi Austurlands 22. ágúst.

Dagskrá fundarins á Akranesi 15. ágúst

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir stefnuna
  • Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands – Sýn forstjóra.
  • María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) – Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi SÍ
  • Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka eftirtaldir þátt í pallborðsumræðum: Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og Sveinbjörg Pétursdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Húnaþingi vestra.

Fundarstjóri er Björn Bjarki Þorsteinsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar.

Fundurinn er öllum opinn og gestir boðnir velkomnir.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search