Search
Close this search box.

Heilbrigðisþing 2020

Deildu 

Þann 27. nóv­em­ber, boðaði ég til ra­f­ræns heil­brigðisþings. Þema þings­ins var mönn­un og mennt­un í heil­brigðis­kerf­inu, með áherslu á tækni og ný­sköp­un, en þingið í ár er þriðja heil­brigðisþingið sem ég boða til í ráðherratíð minni sem heil­brigðisráðherra. Við þurf­um að styrkja og efla mennt­un heil­brigðis­starfs­fólks, bæta starfs­um­hverfi þess, vinna að tryggri mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins og efla vís­indi og ný­sköp­un, og í ljósi heims­far­ald­urs og áhrifa far­ald­urs­ins þurf­um við mögu­lega að nálg­ast það mark­mið með nýj­um leiðum.

Um þetta var fjallað á heil­brigðisþingi sem fram fór í gær. Um 600 manns fylgd­ust með þing­inu í beinu streymi og fjöl­marg­ar spurn­ing­ar og at­huga­semd­ir bár­ust inn á þingið í gegn­um vef­inn. Upp­töku af þing­inu má sjá á vef þings­ins, www.heil­brigd­ist­hing.is.

Fyr­ir­les­ar­ar og þátt­tak­end­ur í umræðum komu úr ýms­um átt­um; meðal ann­ars frá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni, heil­brigðis­stofn­un­um og ráðuneyt­um, land­læknisembætt­inu, há­skól­um lands­ins og úr ný­sköp­un­ar­geir­an­um og það var magnað að heyra hversu mik­ill kraft­ur, reynsla og metnaður býr í fag­fólk­inu okk­ar. Áhersla á heild­ræna sýn á viðfangs­efnið, auk­in þverfag­leg vinna og sam­vinna, meiri sveigj­an­leiki, auk­in áhersla á ný­sköp­un og nýt­ingu tækn­inn­ar voru allt atriði sem bar á góma á þing­inu og allt eru þetta hug­tök sem eru lyk­il­atriði í fá­mennu sam­fé­lagi.

Heil­brigðis­stefna sem samþykkt var í júní 2019 snert­ir þema heil­brigðisþings­ins með bein­um hætti í ár. Einn af sjö aðalköfl­um stefn­unn­ar, Fólkið í for­grunni, fjall­ar um mannauðinn og gott og ör­uggt starfs­um­hverfi sem og mik­il­vægi þess að tryggja ör­ugga mönn­un í heil­brigðisþjón­ustu með vel menntuðu, hæfu og áhuga­sömu starfs­fólki. Heil­brigðis­stefna er nokk­urs kon­ar átta­viti fyr­ir okk­ur þegar kem­ur að þessu en umræðan á þing­inu var líka dýr­mætt inn­legg í þessa umræðu.

Ég stefni að því að afrakst­ur þings­ins verði grunn­ur að þings­álykt­un­ar­til­lögu til Alþing­is um stofn­un lands­ráðs um mönn­un og mennt­un í heil­brigðis­kerf­inu. Lands­ráðið hefði það hlut­verk að vera ráðgef­andi vett­vang­ur um mönn­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og mennt­un heil­brigðis­stétta. Hug­mynd­in er sú að í því sitji full­trú­ar frá há­skól­um, heil­brigðis­stofn­un­um og tengd­um stofn­un­um. Ég er viss um að stofn­un ráðsins verður já­kvætt skref.

Mig lang­ar að þakka öll­um sem fylgd­ust með heil­brigðisþingi fyr­ir að vera með okk­ur í gær, hlusta, spyrja spurn­inga og miðla reynslu sinni. Fyr­ir­les­ar­ar og þátt­tak­end­ur eiga svo sér­stak­ar þakk­ir skild­ar. Takk fyr­ir gott og ár­ang­urs­ríkt heil­brigðisþing. Heil­brigðisþjón­usta hér eft­ir sem hingað til bygg­ir á öfl­ugu og vel menntuðu starfs­fólki. Mennt­un og mönn­un í heil­brigðisþjón­ustu er því eitt mik­il­væg­asta viðfangs­efni sam­fé­lags­ins til framtíðar.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search