Search
Close this search box.

Heilbrigðisþing 6. nóvember

Deildu 

Hinn 6. nóv­em­ber boða ég til heil­brigðisþings 2020. Um­fjöll­un­ar­efni þings­ins í ár er mönn­un og mennt­un í heil­brigðisþjón­ust­unni með áherslu á ný­sköp­un. Þetta er þriðja heil­brigðisþingið sem ég efni til og í ljósi aðstæðna verður þingið ra­f­rænt. Það fer fram 6. nóv­em­ber kl. 8.30-12.30 og hægt er að skrá sig á þingið á heimasíðu Heil­brigðisþings, þar sem einnig er að finna dag­skrá þings­ins og nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Á fyrsta heil­brigðisþing­inu sem haldið var árið 2018 var lagður grunn­ur að þings­álykt­un um heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2019. Á grund­velli heil­brigðis­stefn­unn­ar var heil­brigðisþingið 2019 helgað siðferðileg­um gild­um og for­gangs­röðun í heil­brigðisþjón­ustu og var liður í gerð þings­álykt­un­ar­til­lögu um þessi mál sem var samþykkt sem álykt­un Alþing­is 9. júní síðastliðinn.

Í heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 er sér­stak­lega fjallað um mönn­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Mönn­un­in er alþjóðleg áskor­un þar sem sam­keppni um mannauð er vax­andi og eft­ir­spurn eft­ir ís­lensku heil­brigðis­starfs­fólki til starfa er­lend­is mik­il. Nauðsyn­legt er að fjár­festa stöðugt í mennt­un og þjálf­un heil­brigðis­starfs­fólks. Einnig er bent á að áskor­an­ir framtíðar­inn­ar muni krefjast ný­sköp­un­ar, jafnt í þróun tækni og vinnu­brögðum starfs­fólks í heil­brigðisþjón­ust­unni. Því skipti m.a. miklu máli að stjórn­sýsla og lagaum­gjörð heil­brigðismála veiti nægi­legt svig­rúm til þró­un­ar og ný­sköp­un­ar.

Heil­brigðisþingið í ár verður haldið við óvenju­leg­ar aðstæður á tím­um Covid-19-far­sótt­ar­inn­ar. Far­sótt­in hef­ur þegar leitt í ljós að öfl­ugt op­in­bert heil­brigðis­kerfi er ein af grund­vallar­for­send­um þess að þjóðir geti tek­ist á við slík­ar for­dæma­laus­ar aðstæður. Hér á landi höf­um við vel menntað heil­brigðis­starfs­fólk sem staðið hef­ur í fram­lín­unni, mik­il þekk­ing og nýj­ar lausn­ir hafa orðið til og sá lær­dóm­ur sem af þessu ástandi hef­ur hlot­ist mun vafa­laust nýt­ast heil­brigðis­kerf­inu til framtíðar. En við verðum að tryggja meðvitað að lær­dóm­arn­ir gleym­ist ekki þegar bar­átt­unni við far­ald­ur­inn er lokið, og íhuga vel hvernig við get­um nýtt reynsl­una til að efla bæði mönn­un og mennt­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins til framtíðar.

Við þurf­um að styrkja og efla mennt­un heil­brigðis­starfs­fólks, bæta starfs­um­hverfi þess, vinna að tryggri mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins til framtíðar og efla vís­indi og ný­sköp­un, og í ljósi heims­far­ald­urs og áhrifa far­ald­urs­ins þurf­um við mögu­lega að nálg­ast það mark­mið með nýj­um leiðum. Um þetta fjall­ar heil­brigðisþingið 2020 og ég stefni að því að afrakst­ur þings­ins verði grunn­ur að þings­álykt­un­ar­til­lögu til Alþing­is um þessi mik­il­vægu mál.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search