Search
Close this search box.

Heildarúttekt á þjónustu VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs

Deildu 

Heildarúttekt á þjónustu VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs hefur verið birt. Um lögbundna úttekt er að ræða samkvæmt lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. 

Nefnd til að vinna úttektina var skipuð í janúar 2021 og þremur undirhópum síðan komið á fót til að rýna ólíka þætti starfseminnar. Einn hópurinn vann að stjórnsýsluhluta úttektarinnar, annar að skilgreiningu og gagnaöflun vegna reiknilíkans til margvíslegra útreikninga og sá þriðji að undirbúningi og úrvinnslu rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var falið að framkvæma. Könnunin laut að afdrifum, reynslu og viðhorfum einstaklinga sem nýttu sér þjónustu VIRK á tilteknu tímabili. 

Meðal ábendinga nefndarinnar sem vann úttektina er að móta þurfi betur heildarsýn á viðfangsefni atvinnutengdrar starfsendurhæfingar og sameiginlegan skilning á markmiðum og þeim leiðum sem fara þurfi. Ábendingarnar snúa í fyrsta lagi að þeim markmiðum sem atvinnutengdri starfsendurhæfingu er ætlað að ná, í öðru lagi að markmiðum um heildstætt kerfi endurhæfingar og í þriðja lagi að sameiginlegum skilningi, skilgreiningu hugtaka og markmiða.

Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að samkvæmt úrtaksrannsókn Félagsvísindastofnunar HÍ var afstaða þátttakenda til þeirrar starfsendurhæfingar sem þeir fengu á vegum VIRK mjög jákvæð. Þannig voru 78% svarenda til að mynda frekar eða mjög sammála því að úrræðin sem voru valin hafi verið í samræmi við þarfir þeirra og markmið og 72% sögðu að starfsendurhæfingin hafi nýst vel í heild sinni.

Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu stendur nú yfir heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu þar sem meðal annars er unnið að því að tryggja réttindi fólks sem verður fyrir starfsgetumissi og þarfnast endurhæfingar. Ábendingar í ofangreindri heildarúttekt er varða stjórnsýslu í tengslum við endurhæfingu munu nýtast vel inn í þá vinnu, bæði hvað varðar umgjörð, stefnumótun og lagaumhverfi málaflokksins.Til baka

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search