Ævilíkur landsmanna hafa aukist verulega á undanförnum áratugum og þjóðin er að eldast. Samhliða hafa áskoranir vegna ýmissa lífsstílstengdra og langvinnra sjúkdóma farið vaxandi og leitt til aukins álags á heilbrigðiskerfið. Góð heilsa er okkur öllum dýrmæt og er það sameiginlegt verkefni okkar allra að leita leiða til að stuðla að og viðhalda henni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir heilbrigði sem líkamlega, andlega og félagslega vellíðan en ekki einungis það að lifa án sjúkdóma og örorku. Með því að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og auðvelda fólki að velja heilbrigðan lífsstíl má draga úr líkum á því að það búi við slæma heilsu síðar á æviskeiðinu eða seinka því að heilsunni hraki. Embætti Landlæknis hefur á undanförnum árum stuðlað markvisst að heilsueflingu í samfélaginu meðal annars í samstarfi við sveitarfélög. Árangur þess samstarfs hefur verið góður því í dag búa yfir 80% landsmanna í sveitarfélögum sem uppfylla skilyrði Embættis landlæknis um heilsueflandi samfélag. Mikilvægt er að vinna að heilsueflingu allra aldurshópa en sérstaklega mikilvægt er að koma í framkvæmd aðgerðum sem efla heilsu aldraðra og gera þeim kleift að búa lengur á eigin heimili. Íslendingar verja 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu til heimahjúkrunar sem er tíu sinnum lægra hlutfall en í nágrannalöndunum. Heimahjúkrun er ódýrasta og besta úrræðið til að gera öldruðum kleift að búa heima þegar heilsu fer að hraka. Það er brýnt að ríki og sveitarfélög komi sér saman um fyrirkomulag þessa mikilvæga málaflokks. Til að stuðla að því samþykkti ríkisstjórnin fyrir skemmstu stofnun starfshóps með fulltrúum frá heilbrigðisráðuneyti, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Embætti landlæknis. Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera tillögu um samstarfsverkefni sem fjalli um heilsueflingu og aðgerðir sem gera öldruðum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og mögulegt er. Það er tímabært að breyta um kúrs og forgangsraða fjármunum til verkefna sem stuðla að bættri heilsu og auknum lífsgæðum alla ævi.
Heilsuefling er ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína og bæta hana og er þar heildræn nálgun lykillinn að árangri. Lýðheilsustefna fyrir Ísland var sett fram árið 2016. Í stefnunni er sett fram sú framtíðarsýn að skólakerfið, vinnustaðir og stofnanir séu heilsueflandi og vinni að því að auka hreyfingu og útivist, bæta mataræði og efla geðrækt landsmanna þar sem slíkt leiðir til betri heilsu og vellíðanar. Þá skuli heilsusjónarmið vera lykilstefið Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. með áherslu á heilsueflingu og forvarnir er hluti af allri heilbrigðisþjónustu, ekki síst þjónustu heilsugæslunnar.
Góð heilsa og heilbrigði þjóðar er lykill að framtíðinni og hefur áhrif á daglegt líf okkar og möguleika til að dafna og þroskast. Lýðheilsa er margþætt og áhrifaþættir hennar fjölmargir t.a.m. erfðir, heilsutengd hegðun og markvíslegir umhverfisþættir þ.m.t. félagslegir efnahagslegir, menningarlegir þættir. Það má því segja að öflugt samfélag byggist á góðri heilsu og líðan sem flestra og því brýnt að lýðheilsustefna nái til samfélagsins alls.
Í Heilbrigðisstefnu sem nú er til meðferðar á Alþingi er lögð áhersla á að lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir er hluti af allri heilbrigðisþjónustu, ekki síst þjónustu heilsugæslunnar. Með því að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og auðvelda fólki að velja heilbrigðan lífsstíl má draga úr líkum á því að það búi við slæma heilsu síðar á æviskeiðinu eða seinka því að heilsunni hraki. Embætti landlæknis hefur á undanförnum áratug stuðlað markvisst að heilsueflandi starfi í skólum og á vinnustöðum og gert samstarfssamninga við fjölmörg sveitarfélög á landinu um að koma á heilsueflandi samfélagi. Í því felst áhersla á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Embættið heldur einnig utan um lýðheilsuvísa og birtir þá fyrir hvert heilbrigðisumdæmi á Íslandi. Lýðheilsuvísar eru hugsaðir sem liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig og til að sjá samanburð við landið í heild.
Mikilvægur liður í öflugu lýðheilsustarfi er að íbúar landsins séu meðvitaðir um að þeir beri ábyrgð á eigin heilsu og að skólakerfið, vinnustaðir og stofnanir séu heilsueflandi og vinni stöðugt að því að auka hreyfingu og útivist, bæta mataræði og efla geðrækt því slíkt leiðir til betri heilsu og vellíðunar. Stefnumótun og ákvarðanir ríkis og sveitarfélaga eru forsenda þess að lýðheilsusjónarmið séu sett í forgrunn og að heilsueflandi samfélag verði innleitt á landsvísu.
Í gær úthlutaði ég styrkjum úr Lýðheilsusjóði alls 90 milljónum til 172 verkefna sem öll munu leggja sitt af mörkum til bættrar lýðheilsu þjóðarinnar. Meginmarkmið Lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu. Undanfarin ár hefur sjóðurinn stutt við fjölbreytt verkefni á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Í ár var lögð áhersla á að styrkja verkefni sem miðuðu að því að efla geðheilsu, verkefni sem stuðluðu að geðrækt barna, verkefni sem stuðluðu að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu, áfengis-, vímu-, og tóbaksvarnaverkefni, verkefni sem tengjast kynheilbrigði og verkefni sem stuðla að auknum jöfnuði og jafnrétti kynja í tengslum við heilsu.
Ég óska styrkþegum öllum til hamingju og hlakka til að fylgjast með framvindu þeirra verkefna sem fengu brautargengi í ár.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.