Fréttatilkynning vegna landsfundar Ungra vinstri grænna
Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram í Mosfellsdal 14.-15. september 2019. Þar fór fram málefnavinna og stjórnarkjör auk þess sem flutt voru erindi um umhverfismál og stöðuna í málefnum intersex á Íslandi svo eitthvað sé nefnt.. Á seinni degi fundarins heimsóttu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fundinn og ræddu um komandi þingvetur og verkefnin framundan.
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var endurkjörin formaður Ungra vinstri grænna til eins árs.
Í framkvæmdastjórn fyrir starfsárið 2019-2020 hlutu kjör:
Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir
Ásrún Ýr Gestsdóttir
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
Jónína Riedel
Ólína Lind Sigurðardóttir
Sigrún Birna Steinarsdóttir
Í landsstjórn fyrir starfsárið 2019-2020 hlutu kjör:
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Ester Helga Harðardóttir
Eyrún Þórsdóttir
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
Helgi Hrafn Ólafsson
Rúnar Gíslason
Valgerður María Þorsteinsdóttir