Search
Close this search box.

Húsnæðismál á réttri leið

Deildu 

Rík­is­stjórn­in setti sér þau mark­mið í stjórn­arsátt­mála að beita sér fyr­ir um­bót­um í hús­næðismál­um og bæta aðgengi að ör­uggu hús­næði, m.a. með upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næðis. Það var gert í ljósi þess að þró­un­in hafði verið sú að afar erfitt ástand hafði skap­ast á leigu­markaði og mikl­ar hindr­an­ir stóðu í vegi þeirra sem vildu kom­ast af leigu­markaði og inn á sér­eigna­markaðinn. Biðlist­ar í fé­lags­lega rekn­ar leigu­íbúðir voru lang­ir og ljóst að allt of stór hóp­ur al­menn­ings hef­ur þurft að verja gríðarlega stór­um hluta ráðstöf­un­ar­tekna sinna í hús­næðis­kostnað. Þá lagði verka­lýðshreyf­ing­in mikla áherslu á um­bæt­ur í hús­næðismál­um í aðdrag­anda kjara­samn­inga. Það var því mik­il­vægt að stjórn­völd og aðilar vinnu­markaðar­ins náðu sam­an á síðasta ári um hefja um­fangs­mikla vinnu við að greina stöðu hús­næðismála, leggja til úr­bæt­ur og skipu­leggja aðgerðir.

Sam­vinna skilaði um­fangs­mikl­um til­lög­um til úr­bóta

Fyrstu afurðir þess­ar­ar vinnu voru til­lög­ur tveggja hópa. Ann­ars veg­ar var átaks­hóp­ur um hús­næðismál sem greindi hús­næðismarkaðinn og lagði fram 40 til­lög­ur að úr­bót­um og aðgerðum. Hins veg­ar hóp­ur sem greindi stöðu ungs fólks og tekju­lágra sem stóðu frammi fyr­ir sín­um fyrstu fast­eigna­kaup­um og lagði fram til­lög­ur að úr­bót­um og aðgerðum um hvernig unnt væri að greiða leið þeirra inn á fast­eigna­markaðinn. Óhætt er að full­yrða að aldrei hafi áður legið fyr­ir jafn ít­ar­leg grein­ing um stöðuna í hús­næðismál­um ásamt til­lög­um að úr­bót­um. Þessi vinna skilaði því að til­lög­ur að úr­bót­um í hús­næðismál­um urðu fyr­ir­ferðar­mikl­ar í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar til stuðnings lífs­kjara­samn­ing­um. Þar er m.a. kveðið á um upp­bygg­ingu 1.800 fé­lags­legra íbúða í gegn­um stofn­fram­lög, inn­leiðingu hlut­deild­ar­lána fyr­ir ungt fólk og tekju­lága, end­ur­skoðun húsa­leigu­laga til að bæta rétt­ar­stöðu leigj­enda, fram­leng­ingu úrræðis um að hægt sé að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði inn á íbúðalán, fyrstu skref­in í átt að af­námi verðtrygg­ing­ar og að hægt verði að nýta til­greinda sér­eign líf­eyr­isiðgjalds­ins til hús­næðis­kaupa.

Far­sæl hag­stjórn grunn­ur að já­kvæðri þróun á hús­næðismarkaði

Þó að bein­ar úr­bótaaðgerðir séu nauðsyn­leg­ar til að lag­færa stöðu hús­næðismála er far­sæl hag­stjórn ekki síður mik­il­væg og þar hef­ur tek­ist vel til á und­an­förn­um árum þrátt fyr­ir ýms­ar áskor­an­ir.

Þegar staðan á hús­næðismarkaði er skoðuð þá birt­ast skýr merki um að far­sæl hag­stjórn sé far­in að leiða til já­kvæðrar þró­un­ar. Frá því að kjara­samn­ing­ar voru und­ir­ritaðir hef­ur Seðlabanki Íslands lækkað meg­in­vexti sína um 1,5 pró­sentu­stig og hafa þeir aldrei verið lægri. Þetta hef­ur skilað sér í því að vext­ir á óverðtryggðum lán­um hjá líf­eyr­is­sjóðum og bönk­um hafa lækkað. Þessi góða staða skipt­ir sköp­um og létt­ir greiðslu­byrði margra heim­ila um hver mánaðamót. Á sama tíma hef­ur hægt á hækk­un hús­næðis­verðs. Á fyrstu átta mánuðum árs­ins mæl­ist hækk­un hús­næðis­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu 0,5%, í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins er hækk­un­in 4,6% og ann­ars staðar á lands­byggðinni 3,7%. Sam­an­borið við hin miklu stökk í hækk­un hús­næðis­verðs á und­an­förn­um árum virðist ákveðið jafn­vægi vera að nást á hús­næðismarkaði.

Þó að hús­næðis­verð hafi hækkað mikið und­an­far­in tíu ár erum við nú þegar far­in að sjá já­kvæða þróun hjá fyrstu kaup­end­um. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 27,7% af öll­um íbúðakaup­um fyrstu kaup sem er hæsta hlut­fall síðan mæl­ing­ar hóf­ust árið 2008 en þá var hlut­fallið 7,5%. Vís­bend­ing­ar eru um að ýms­ar aðgerðir hins op­in­bera auk kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar hafi vegið þungt í að hlut­fall fyrstu kaup­enda hef­ur hækkað nokkuð stöðugt frá ár­inu 2009.

Áskor­an­ir til staðar

Þegar litið er til leigu­markaðar­ins blasa við okk­ur áskor­an­ir. Leigu­verð hef­ur haldið áfram að hækka um­fram verðlag, árs­hækk­un á höfuðborg­ar­svæðinu var 5,2% á meðan verðlag hækkaði um 3%. Eng­in breyt­ing hef­ur orðið á hlut­falli leigj­enda sem telja ólík­legt að þeir muni kaupa sér fast­eign (92%) þó að nú séu vext­ir í sögu­legu lág­marki. Hægt er að draga ýms­ar álykt­an­ir af því en ein af þeim hlýt­ur að vera að ótryggt ástand á leigu­markaði und­an­far­in ár ásamt mikl­um hækk­un­um á leigu­verði skapi slíkt um­hverfi að fólk sjái leigu­hús­næði ekki sem fær­an kost til framtíðar. Hér skipt­ir upp­bygg­ing fé­lags­legs íbúðakerf­is miklu máli þannig að fleiri geti nýtt sér lang­tíma­leigu­hús­næði með sann­gjarnri leigu. Einnig bind ég von­ir við að þegar aðgerðir sem kynnt­ar voru í vor til að greiða leið ungs fólks og tekju­lágra inn á fast­eigna­markaðinn hafa verið út­færðar og komn­ar til fram­kvæmda verði það til þess að bæta þessa stöðu.

Næstu skref

Það er ljóst að far­sæl hag­stjórn og aðgerðir stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins hafa þegar orðið til að bæta stöðuna á hús­næðismarkaði og skapa aukið hús­næðis­ör­yggi. Vinn­unni er ekki lokið þótt hún sé haf­in og hafi þegar skilað ár­angri. Frum­vörp um marg­ar þeirra aðgerða sem ég hef talið upp hér að fram­an hafa verið eða verða lögð fram af rík­is­stjórn­inni í vet­ur. Fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur þegar mælt fyr­ir frum­varpi um nýja Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un og mun á kom­andi vik­um kynna frek­ari þing­mál. Aðgerðir stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins hafa þegar orðið til að bæta stöðuna á hús­næðismarkaði og skapa aukið hús­næðis­ör­yggi. Bet­ur má ef duga skal en fyrstu skref­in lofa góðu og all­ar aðstæður til að ná ár­angri eru fyr­ir hendi.

Það skipt­ir okk­ur öll máli að eiga heim­ili. Þak yfir höfuðið er hluti af því að búa við ör­yggi og því eru hús­næðismál órjúf­an­leg­ur hluti af vel­ferðarsam­fé­lag­inu sem við vilj­um byggja upp hér á landi.

Katrín Jakobsdóttir

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search