Ný stjórn Vinstri grænna í Borgarbyggð var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Ingibjörg Daníelsdóttir er nýr formaður, Brynja Þorsteinsdóttir gjaldkeri og Friðrik Aspelund ritari. Þá voru Kristberg Jónsson og Hildur Traustadóttir kjörin í varastjórn. Bjarki Þór Grönfeldt lét af störfum sem gjaldkeri eftir fimm ára setu í stjórn, og voru honum þökkuð góð störf í þágu félagsins. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram umræður um sveitarstjórnarmálin með sveitarstjórnarfulltrúum VG, þeim Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur og Guðmundi Frey Kristinssyni. Vinstri græn standa sterk að vígi í sveitarfélaginu, með tvo sveitarstjórnarfulltrúa og starfa í meirihluta.