Search
Close this search box.

Ingibjörg Þórðardóttir nýr ritari Vinstri grænna

Deildu 

Ingibjörg Þórðardóttir var á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í dag kjörin ritari hreyfingarinnar. Ingibjörg hefur verið meðstjórnandi í stjórn VG frá árinu 2015. Ingibjörg hlaut 119 atkvæði af 192 eða 61,98 prósent. Una Hildardóttir sem einnig var í framboði hlaut 72 atkvæði eða 37,5 prósent. Einn skilaði auðu.

Ingibjörg hefur verið virk í starfi hreyfingarinnar í um tíu ár og á þeim tíma hefur hún verið formaður svæðisfélags, verið í stjórn kjördæmisráðs og þrisvar tekið þátt í Alþingiskosningum. Ingibjörg er formaður Kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi og er varaþingmaður í sama kjördæmi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search