EN
PO
Search
Close this search box.

Ísland tekur sérstaklega á móti allt að 140 einstaklingum í viðkvæmri stöðu frá Úkraínu

Deildu 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar:

Í morgun samþykkti ríkisstjórn Íslands að taka sérstaklega á móti allt að 100 manns sem flúið hafa stríðsátökin í Úkraínu til Moldóvu en Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum í að tryggja öryggi þeirra sem þangað flýja. Þá var einnig ákveðið að taka á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra í gegnum pólsk stjórnvöld og að taka á móti sjúkum og særðum einstaklingum eftir því sem ákall berst og geta heilbrigðiskerfisins leyfir hverju sinni. Með þessum aðgerðum getum við áfram sýnt vilja í verki með því að hjálpa þeim sem helst þurfa á hjálp að halda.

Lesa nánar á vef Stjórnarráðsins.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search