Search
Close this search box.

Jákvæð áhrif þjóðgarðs

Deildu 

Sæmund­ur Helga­sonMarg­ir velta fyr­ir sér þýðingu miðhá­lend­isþjóðgarðs þessa dag­ana í tengsl­um við frum­varp um­hverf­is­ráðherra sem bygg­ist á afrakstri vinnu­hóps sem unnið hef­ur með málið um langa stund og skilað af sér. Mig lang­ar að leggja orð í belg og segja hvaða þýðingu það hef­ur fyr­ir Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörð að 56% sveit­ar­fé­lags­ins eru inn­an þjóðgarðsmarka Vatna­jök­ulsþjóðgarðs.

Í fyrsta lagi þá hef ég eng­an Horn­f­irðing hitt ennþá, sem myndi svara því í dag, 11 árum eft­ir stofn­un Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, að best væri að hætta við að hafa þjóðgarð. Snúa til baka og leggja hann niður. Þeir eru hins veg­ar marg­ir sem benda á mik­il­vægi þess að efla Vatna­jök­ulsþjóðgarð enn frek­ar og renna styrk­ari stoðum und­ir starf­semi hans.

Í öðru lagi starfa rúm­lega 40 manns fyr­ir Vatna­jök­ulsþjóðgarð á suður­svæði hans. Lang­flest­ir þeirra eru há­skóla­gengn­ir ein­stak­ling­ar, sem sinna land­vörslu, fræðslu og stýr­ingu ferðamanna um þjóðgarðinn og nátt­úruperl­ur hans. Þannig stend­ur þjóðgarður­inn und­ir um­svifa­mik­illi at­vinnu­starf­semi í heima­byggð eða nærsam­fé­lagi sínu sem er mik­il­væg­ur liður í já­kvæðri byggðarþróun. Unga fólkið af svæðinu sæk­ir aft­ur heim að námi loknu í þau störf sem meðal ann­ars þjóðgarður­inn býður.

Í þriðja lagi hef­ur Vatna­jök­ulsþjóðgarður rennt stoðum und­ir hefðbundna land­nýt­ingu sem er heim­il rétt­höf­um lands­ins og þeim sem leyfi sækja. T.d. er hrein­dýra­veiði og fugla­veiði leyfð inn­an þjóðgarðsins, sem og sauðfjár­beit, sé hún hóf­leg og hefðbund­in. Í gegn­um stjórn­un­ar- og verndaráætl­un fyr­ir þjóðgarðinn fara svæðisráð hvers svæðis með af­skipti og stjórn­un um hvernig að þess­ari nýt­ingu er staðið. Svæðisráðin móta einnig skipu­lags­áætlan­ir inn­an þjóðgarðsins. Svæðisráðin eru fjöl­skipuð af heima­fólki að mjög mikl­um meiri­hluta. Sem dæmi skipa sex aðal­menn og sex vara­menn Svæðisráð suður­svæðis. Af þeim eru tíu sem búa í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu eða Sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði.

Allt tal um að sveit­ar­fé­lagið missi skipu­lags­valdið við að setja svæði und­ir þjóðgarð er því hreint og klárt bull. Miklu nær er að halda því fram að skipu­lagið sé nær þeim hags­munaaðilum sem hafa með þjóðgarðinn að gera. Og í frum­varpi um­hverf­is­ráðherra hef­ur enn verið bætt um bet­ur, því full­trú­ar bænda eiga að eiga aðild að svæðisráðum, sam­kvæmt til­lögu frum­varps­ins.

Sum­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn og hags­munaaðilar á Suður­landi hafa gagn­rýnt áformin um þjóðgarð og segja að ekki sé tíma­bært að stækka Vatna­jök­ulsþjóðgarð eða stofna Miðhá­lend­isþjóðgarð, sök­um þess að það eigi eft­ir að klára vinn­una við nú­ver­andi þjóðgarða. Ekki hafi tek­ist að fjár­magna þá og mörg álita­mál séu ókláruð, eins og stjórn­un­ar- og verndaráætl­un og at­vinnu­stefna. Það er að sumu leyti rétt og góð ábend­ing að mik­il­vægt er að leysa þessi mál í sam­tali við ríkið og með sem breiðastri sátt. Um­rædd stefnu­mót­un er á loka­stigi og er unn­in á þeim grunni.

Hvað á fólk við með „að klára vinnu við Vatna­jök­ulsþjóðgarð“? Hvenær verður það verk­efni annað en í stöðugri þróun og í sam­tali og sam­ráði milli allra þeirra hags­muna sem þar eru og verða? Ég held að fólk verði að átta sig á því að verk­efni eins og stjórn­un nytja og nátt­úru­vernd í sam­eign sem þjóðlend­ur og þjóðgarðar eru, er verk­efni sem klár­ast aldrei. En ramm­inn og leik­regl­urn­ar sem sett­ar eru fram í frum­varp­inu um Miðhá­lend­isþjóðgarð eru á þann hátt að sveit­ar­stjórn­ir og hags­munaaðilar mega mjög vel við una að mínu mati.

Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður hef­ur þá sér­stöðu inn­an Vatna­jök­ulsþjóðgarðs að vera eitt um að skipa í Svæðisráð suður­svæðis eins og staðan er núna. Önnur svæðisráð eru skipuð fólki úr tveim­ur eða fleiri sveit­ar­fé­lög­um. Sam­kvæmt frum­varps­drög­un­um munu Skaft­ár­hrepp­ur og Mýr­dals­hrepp­ur mynda suður­svæði nýs þjóðgarðs með Sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði. Það hugn­ast mér vel enda sé ég mörg tæki­færi í sam­starfi við þessi góðu ná­granna­sveit­ar­fé­lög. Ég vona að þessi sam­vinna geti orðið upp­takt­ur að enn frek­ari sam­vinnu og jafn­vel sam­ein­ingu þess­ara sveit­ar­fé­laga.

Rök­in fyr­ir já­kvæðum áhrif­um þjóðgarðs í heima­byggð eru mun fleiri en þessi helstu sem hér hafa verið tal­in upp. Ég minni á að hug­mynd­in og frum­varpið um Miðhá­lend­isþjóðgarð bygg­ist á sömu hug­mynda­fræði og Vatna­jök­ulsþjóðgarður. Gras­rót­in ræður ferðinni og skipu­lagið er einskon­ar neðan frá og upp „bottom up“ skipu­lag, þar sem vilji og aðkoma heima­manna úr gras­rót­inni ræður í veiga­mikl­um atriðum.

Sæmundur Helgason er sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search