Listi VG í nýju sameinaðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hlaut stuðning 13 prósent kjósenda og einn fulltrúa í sveitarstjórn í kosningunum í gær. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur í Fellabæ efulltrúi VG í nýja sveitarfélaginu. VG hlaut talsvert meiri stuðning en flokkurinn hafði á þessu svæði í Alþingiskosningum, en dugði þó ekki til að ná inn öðrum fulltrúa, Helga Hlyn Ásgrímssyni.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29% atkvæða og fjóra kjörna, Austurlistinn fékk 27% og þrjá fulltrúa. Ellefu sitja í nýju sveitarstjórninni og féllu aktvæði þannig:
B-listi Framsóknarflokks fékk 420 atkvæði (19%) og tvo fulltrúa kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 641 atkvæði (29%) og fjóra fulltrúa kjörna.
L-listi Austurflokks fékk 596 atkvæði (27%) og þrjá fulltrúa kjörna.
M-listi Miðflokks fékk 240 atkvæði (11%) og einn fulltrúa kjörinn.
V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fékk 294 atkvæði (13%) og einn fulltrúa kjörinn.
Auðir kjörseðlar voru 35 og ógildir sjö.
Samtals greiddu 2.233 atkvæði, en á kjörskrá voru 3.519 og var kjörsókn því 63,5%.
Kjörsókn í Borgarfirði var 80%, á Djúpavogi 73,56%, á Seyðisfirði 72,51% og á Fljótsdalshéraði 59,89%.
Þau sem fengu kjör til sveitarstjórnar eru eftirfarandi:
D-listi Sjálfstæðisflokks
Gauti Jóhannesson
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Elvar Snær Kristjánsson
Jakob Sigurðsson
L-listi Austurflokks
Hildur Þórisdóttir
Kristjana Sigurðardóttir
Eyþór Stefánsson
B-listi Framsóknarflokks
Stefán Bogi Sveinsson
Vilhjálmur Jónsson
M-listi Miðflokks
Þröstur Jónsson
V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Jódís Skúladóttir
Atkvæði féllu þannig:
B-listi Framsóknarflokks fékk 420 atkvæði (19%) og tvo fulltrúa kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 641 atkvæði (29%) og fjóra fulltrúa kjörna.
L-listi Austurflokks fékk 596 atkvæði (27%) og þrjá fulltrúa kjörna.
M-listi Miðflokks fékk 240 atkvæði (11%) og einn fulltrúa kjörinn.
V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fékk 294 atkvæði (13%) og einn fulltrúa kjörinn.
Auðir kjörseðlar voru 35 og ógildir sjö.
Samtals greiddu 2.233 atkvæði, en á kjörskrá voru 3.519 og var kjörsókn því 63,5%.