Search
Close this search box.

Jódís Skúladóttir er fulltrúi VG í nýju sveitarfélagi á Austurlandi

Deildu 

Listi VG í nýju sam­einaðu sveit­ar­fé­lagi Fljóts­dals­héraðs, Djúpa­vogs­hrepps, Borg­ar­fjarðar­hrepps og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar, hlaut stuðning 13 prósent kjósenda og einn fulltrúa í sveitarstjórn í kosningunum í gær. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur í Fellabæ efulltrúi VG í nýja sveitarfélaginu. VG hlaut talsvert meiri stuðning en flokkurinn hafði á þessu svæði í Alþingiskosningum, en dugði þó ekki til að ná inn öðrum fulltrúa, Helga Hlyn Ásgrímssyni.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hlaut 29% at­kvæða og fjóra kjörna, Aust­urlist­inn fékk 27% og þrjá full­trúa. Ellefu sitja í nýju sveitarstjórninni og féllu aktvæði þannig:

B-listi Fram­sókn­ar­flokks fékk 420 at­kvæði (19%) og tvo full­trúa kjörna.

D-listi Sjálf­stæðis­flokks fékk 641 at­kvæði (29%) og fjóra full­trúa kjörna.

L-listi Aust­ur­flokks fékk 596 at­kvæði (27%) og þrjá full­trúa kjörna.

M-listi Miðflokks fékk 240 at­kvæði (11%) og einn full­trúa kjör­inn.

V-listi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs fékk 294 at­kvæði (13%) og einn full­trúa kjör­inn.

Auðir kjör­seðlar voru 35 og ógild­ir sjö.

Sam­tals greiddu 2.233 at­kvæði, en á kjör­skrá voru 3.519 og var kjör­sókn því 63,5%.

Kjör­sókn í Borg­ar­f­irði var 80%, á Djúpa­vogi 73,56%, á Seyðis­firði 72,51% og á Fljóts­dals­héraði 59,89%.

Þau sem fengu kjör til sveit­ar­stjórn­ar eru eft­ir­far­andi:

D-listi Sjálf­stæðis­flokks
Gauti Jó­hann­es­son
Berg­lind Harpa Svavars­dótt­ir
Elv­ar Snær Kristjáns­son
Jakob Sig­urðsson

L-listi Aust­ur­flokks
Hild­ur Þóris­dótt­ir
Kristjana Sig­urðardótt­ir
Eyþór Stef­áns­son

B-listi Fram­sókn­ar­flokks
Stefán Bogi Sveins­son
Vil­hjálm­ur Jóns­son

M-listi Miðflokks
Þröst­ur Jóns­son

V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Jódís Skúladóttir

At­kvæði féllu þannig:

B-listi Fram­sókn­ar­flokks fékk 420 at­kvæði (19%) og tvo full­trúa kjörna.

D-listi Sjálf­stæðis­flokks fékk 641 at­kvæði (29%) og fjóra full­trúa kjörna.

L-listi Aust­ur­flokks fékk 596 at­kvæði (27%) og þrjá full­trúa kjörna.

M-listi Miðflokks fékk 240 at­kvæði (11%) og einn full­trúa kjör­inn.

V-listi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs fékk 294 at­kvæði (13%) og einn full­trúa kjör­inn.

Auðir kjör­seðlar voru 35 og ógild­ir sjö.

Sam­tals greiddu 2.233 at­kvæði, en á kjör­skrá voru 3.519 og var kjör­sókn því 63,5%.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search