Search
Close this search box.

Kallarðu þetta jafnrétti?

Deildu 

English below

24. október árið 1975. Dagurinn þegar Ísland stöðvaðist, þegar konur lögðu niður störf og þegar þreytta húsmóðirin var krossfest á jólatré er mörgum sterkur í minni. Dagurinn þegar konur sýndu fram á mikilvægi þeirra á vinnumarkaði og innan samfélagsins alls. Dagurinn þegar pylsur seldust upp í verslunum. Núna 48 árum síðar hefur margt vissulega breyst til batnaðar en enn eimir eftir af allt of mörgu sem baráttukonur þá héldu að við yrðum búin að ná fram í dag. 

Ef áfram heldur sem horfir eru 285 ár í að jafnrétti verði náð og því er aðgerða þörf! Ekki aðeins er þar átt við launamisrétti sem enn er til staðar heldur það virðingarleysi og vanmat sem sumar stéttir kvenna standa frammi fyrir. Í þessu virðingarleysi þrífst mismunun og viss tegund ofbeldis. Þess vegna eru meginkröfur kvennaverkfallsins að útrýma öllu kynbundnu ofbeldi og leiðrétta vanmat á störfum svokallaðra kvennastétta. Þetta eru starfsstéttir þar sem konur eru í miklum meirihluta og rannsóknir á launamuni kynjanna sýna fram á að þarna eru gjarnan okkar lægst launuðu konur og kvár, fangar í fjötrum lágra launa og gjarnan raddlausar þar sem stór hluti hópsins eru innflytjendur sem ýmist tala ekki tungumálið eða þekkja ekki eigin rétt.

Við verðum að grípa til róttækra aðgerða á þann hátt að þessi skekkja verði leiðrétt og að við náum að útrýma launamuni kynjanna. Þá yrði tekið stórt stökk í átt að jafnrétti. Um leið værum við að storka staðlímyndum enda í raun ekkert sem á að heita kvenna- eða karlastörf. Hér eiga að vera störf fyrir öll, byggð á áhuga og löngun þeirra sem þeim sinna óháð þjóðfélagsstöðu, kyni eða menntun.

Hér eru vissulega öfl sem vilja alls ekki að við beinum sjónum að þessu óréttlæti, að þessir hópar fái hærri laun og meiri réttindi því það þýðir minni arð eða meiri útgjöld frá þeirra bæjardyrum séð. Þarna er ekki verið að horfa til þess auðs sem skapast þegar fleiri karlar fara að starfa í skólakerfinu, drengjunum okkar til heilla og fyrirmyndar. Að karlmenn sem nýta sér heilbrigðisþjónustu fái umönnun karlmanna og mögulega njóta betur þjónustunnar og auka eigin lífsgæði. Að það sé allt í lagi strákar að vinna við umönnun, uppeldi og menntun ef ykkur bara langar. Þess vegna er barátta kvenna um leið barátta karla, sem oft áður.

Það er líka óviðunandi hve útbreitt og algengt kynbundið ofbeldi er á Íslandi. Það verður að grípa til aðgerða sem skipta máli og verða sannarlega til þess að draga úr þeirri tíðni. Við þurfum öll sem samfélag að koma að því að útrýma kynbundnu ofbeldi og öllu misrétti sem konur og kvár verða fyrir í samfélaginu okkur öllum til heilla.

Því við ætlum ekki að bíða lengur!

Do you call this equality?

October 24, 1975. The day when Iceland stopped, when women stopped working and when the tired housewife was crucified on a Christmas tree, is strongly remembered by many. The day when women demonstrated their importance in the labour market and within society as a whole. The day when hot dogs sold out in stores. Now, 48 years later, many things have certainly changed for the better, but there are still too many things that women activists thought we would have achieved today.

It will take 285 years for equality to be achieved, so action is needed! Not only does this mean the wage inequality that still exists, but the disrespect and undervaluation that some classes of women face. Discrimination and a specific type of violence thrive in this lack of respect. Therefore, the main demands of the women’s strike are to eliminate all gender-based violence and correct the underestimation of the work of the so-called women’s classes. These are professions where women are in a large majority, and studies on the gender wage gap show that there are often our lowest-paid women and nonbinary prisoners in the shackles of low wages and often voiceless as a large part of the group are immigrants who either do not speak the language and do not know their rights.

We must take drastic measures in such a way that this error is corrected and that we manage to eliminate the gender pay gap. Then, a giant leap towards equality would be taken. At the same time, we would be consolidating stereotypes since there are no such things as women’s or men’s jobs. There should be jobs for everyone, based on the interest and desire of those who do them, regardless of social status, gender or education.

Some forces do not want us to focus on this injustice at all, that these groups get higher wages and more rights because it means less dividends or more expenses from their point of view. They need to look at the wealth that will be created when more men start working in the school system for the benefit and example of our boys. Men who use health services receive men’s care and possibly enjoy the service better and increase their quality of life. It’s okay, boys, to work on maintenance, upbringing and education if you want to. Therefore, women’s struggle is also men’s, as often before.

It is also unacceptable how widespread gender-based violence is in Iceland. Actions must be taken that are relevant and will indeed reduce that frequency. As a society, we all need to eliminate gender-based violence and all the inequalities that women and nonbinary face in the community for the benefit of all of us.

Because we are not going to wait any longer!

Hólmfríður Árnadóttir er formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs á Suðurnesjum og situr í stjórn hreyfingarinnar. 

Hólmfríður Árnadóttir is the chairman of the Regional Association of The Left-Green Movement in Suðurnes and sits on the board of The Left-Green Movement.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search