Search
Close this search box.

Kári Gautason um aðgerðir stjórnvalda tengdar kjarasamningum

Deildu 

Störf þingsins – þriðjudagur 21. Febrúar

Nýverið las ég viðtal við Bjarnfríði Leósdóttur, verkalýðskonu og skörung, í 1. Maíblaði þjóðviljans frá 1990. Þar lýsti hún því yfir að verkalýðshreyfingar væru orðnar of samdauna stjórnvöldum. Það var merkilegt að skoða þetta hefti, þarna var umræða um lög um stjórn fiskveiða sem þá voru í brennidepli. Umræða um kjarasamninga sem byggðust á því að koma böndum á verðbólguna og svo framvegis. Kunnugleg stef.

Á þeim rúmum þrjátíu árum sem liðin eru er margt breytt en sumt ekki. Við höfum ennþá ekki náð að yfirvinna fátækt. Ísland er ekki jafnt samfélag í dag frekar en það var 1990. En það er þó með þeim löndum þar sem tekjujöfnuður er mestur í heiminum.

Margt hefur áunnist síðustu ár. Búið er að festa í sessi þrepaskipt, framsækið skattkerfi. Það verður ekki sagt nógu oft hversu mikilvægar breytingar þær voru. Þær voru leiddar í gegn í tíð fyrstu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, eftir mikla greiningarvinnu á þróun skattkerfisins síðustu áratugi. Þær breytingar voru ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum. Ásamt lengingu fæðingarorlofs upp í 12 mánuði. Skattur á fjármagn var hækkaður á síðasta kjörtímabili.

Í tengslum við kjarasamninga á almennum markaði fyrir jól var ákveðið að ráðast í ýmis verkefni, t.d. að auka framboð á nýjum íbúðum, byggja upp almenna íbúðakerfið áfram. Umbætur áhúsnæðisstuðningi og fleiri atriði sem máli skipta

Þetta eru mikilvæg skref og eins og svo fjölmörg skref á undan, voru þau tekin í tengslum við kjarasamningagerð. Eins og vökulögin, almannatryggingar og fleiri þau réttindi sem við teljum sjálfsögð í dag. Þau voru sótt en ekki gefin. Og alltaf hafa hreyfingar sósíalista og vinstri manna stutt þessi framfaramál.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search