Search
Close this search box.

Katrín Jakobsdóttir ávarpar mannréttindaráð SÞ

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. Í ávarpinu ræddi forsætisráðherra um launajafnrétti sem réttindamál, hinsegin réttindi og réttinn til heilnæms umhverfis. Þá ræddi hún einnig um þróun jafnréttismála í heiminum þar sem hún lagði áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hefðu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Víða um heim má sjá bakslag í réttindum kvenna, ekki síst þegar kemur að kynfrelsi kvenna og sjálfsákvörðunarrétti kvenna í þeim málum. Það minnir okkur á að saga mannréttinda er svo sannarlega ekki án átaka, hart hefur verið barist fyrir réttindum og stundum verður bakslag í réttindabaráttunni. Þá er mikilvægt að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og gefast ekki upp í baráttunni fyrir bættum réttindum fyrir okkur öll.“

Forsætisráðherra fundaði einnig með Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóða Rauða krossins og heimsótti safn Alþjóða Rauða krossins um mannúðarmál fyrr í dag. Á fundi forsætisráðherra með Daccord ræddu þau m.a. stöðu mála í Sýrlandi, Jemen og Suður-Súdan og stuðning íslenskra stjórnvalda við starf Alþjóða Rauða krossins.

Þá tók forsætisráðherra þátt í umræðum um mannréttindi kvenna (e: Panel on the Human Rights of Women; Violenc Against Women in the World of Work) á vegum mannréttindaráðsins á morgun. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Forsætisráðherra fundaði einnig með Filippo Grandi, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Michelle Bachelet, Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR).

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search