Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið endurkjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hlaut 187 atkvæði en hún var ein í framboði. Katrín hefur verið formaður hreyfingarinnar frá árinu 2013 en áður hafði hún gegnt embætti varaformanns frá árinu 2003.
Katrín tók við embætti forsætisráðherra 30. nóvember 2017 en hún hefur verið alþingismaður VG í Reykjavíkurkjördæmi norður frá árinu 2007. Hún var mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013.