Search
Close this search box.

Katrín Jakobsdóttir um OP3

Deildu 

Katrín sagði sitt mat vera það að inn­tak þriðja orkupakk­ans gefi ekk­ert til­efni til þess að hafa nein­ar áhyggj­ur. Hún spurði sig því hvað valdi þeim áhyggj­um sem hún og fólkið í kring­um hana skynj­ar. Sagði hún fólk vera ósátt við að ekk­ert ákvæði sé í stjórn­ar­skránni um sam­eign þjóðar­inn­ar á auðlind­um en yfir 80% þjóðar­inn­ar vildu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu fá slíkt ákvæði.

„Geta hátt­virt­ir þing­menn kannski tekið sig sam­an um að þetta þing ljúki af­greiðslu slíks ákvæðis?” spurði hún vonaði að þar með gætu þing­menn sam­mælst um að koma til móts við þær áhyggj­ur sem eru að heyr­ast. „Þetta skipt­ir máli í því sam­hengi sem við erum að ræða hér.” Einnig kvaðst hún von­ast til að þing­menn muni sam­mæl­ast um að setja skýr­ari ramma um landa­kaup á Íslandi. Meðal ann­ars mætti ræða hvort það sé eðli­legt að vatns­rétt­indi eigi að fylgja landrétt­ind­um. 

„Ég heyrði ekki and­stæðinga þriðja orkupakk­ans hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að hér eru er­lend­ir fjár­fest­ar að fjár­festa fyr­ir á fimmta millj­arð í vatns­verk­smiðjum. En í hverju eru þess­ir fjár­fest­ar að fjár­festa? Þeir eru að fjár­festa í vatns­rétt­ind­um og vatns­auðlind­inni,” sagði hún.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search