EN
PO
Search
Close this search box.

Katrín Jakobsdóttir opnar Metoo ráðstefnu

Deildu 

„Kon­ur og minni­hluta­hóp­ar standa hvað verst þegar skipu­lega er grafið und­an mann­rétt­ind­um,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, í opn­un­ar­ávarpi alþjóðlegr­ar ráðstefnu um #met­oo-hreyf­ing­una í Hörpu.

„Tvö ár eru síðan millj­ón­ir kvenna um all­an heim notuðu myllu­merkið met­oo sem er í senn ein­falt en öfl­ugt. Með því að gera það vörpuðu þær ljósi á hvers­dags­lega áreitni, of­beldi á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins. Með myllu­merk­inu varð ljós kynþátta­legt eðli of­beld­is, áreitni og viðvar­andi mis­mun­un. Áhrif #met­oo voru mis­mun­andi milli landa. Í sum­um þeirra voru áhrif­in gríðarleg, í öðrum voru þau minni. Í stjórn­mál­um, fyr­ir­tækj­um og óhagnaðardrifn­um sam­tök­um átti sér stað koll­vörp­un. Kon­um sem höfðu kjark til þess að tala op­in­skátt um hlut­ina var skyndi­lega tekið trú­an­leg­um sem var mik­il breyt­ing og ein­blínt var á gerend­ur,“

„Hvernig og hvers vegna gerðist þetta? Al­menn­ings­álitið breytt­ist, en er þetta var­an­leg breyt­ing til hins betra eða aðeins lít­ill gluggi sem opnaðist en verður lokað aft­ur? Hvernig get­um við tryggt að sam­eig­in­leg­ar kröf­ur okk­ar verði að form­föst­um breyt­ing­um? Þetta eru áleitn­ar spurn­ing­ar sem við mun­um leita svara við á næstu dög­um,“ sagði hún og fjallaði þá um áhrif #met­oo-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi.

„Eft­ir því sem áhrif #met­oo urðu meiri hér á Íslandi hófu aðgerðarsinn­ar að safna sam­an sög­um kvenna sem þeim deildu. Lokaðir Face­book-hóp­ar kvenna úr mis­mun­andi geir­um voru vett­vang­ur­inn þar sem hægt var að deila sög­um nafn­laust, en þar voru líka sett­ar fram kröf­ur um breyt­ing­ar,“ sagði Katrín.

„Eft­ir því sem hreyf­ing­in stækkaði hófu kon­ur í karllæg­um geir­um að segja frá sinni hlið og í ljós kom að eft­ir því sem veik­ar kon­ur standa í sín­um geir­um, því hræðilegri eru sög­urn­ar. Þegar kon­ur í hópi inn­flytj­enda hófu upp raust sína varð okk­ur mörg­um við hér á Íslandi. Þær lýstu viðvar­andi mis­mun­un sem við höfðum von­ast til að ekki viðgeng­ist hér á Íslandi,“ sagði Katrín og kvaðst trúa því að slík væri staðan á hinum Norður­lönd­um líka. Hún benti á að fatlaðar kon­ur hefðu ekki talað og ekki fórn­ar­lömb man­sals held­ur. Þessa hópa þyrfti að leggja áherslu á.

Katrín þakkaði #met­oo-hreyf­ing­unni fyr­ir þann ár­ang­ur sem hefði náðst, „Við sjá­um ykk­ur og erum óend­an­lega þakk­lát fyr­ir ykk­ar vinnu,“ sagði Katrín og vísaði síðan til alþjóðlegs sam­heng­is umræðunn­ar um #met­oo og benti á að víða um heim stæðu kon­ur höll­um fæti hvað fóst­ur­eyðing­ar varðar. Hún sagði að of­stæk­is­full stjórn­mála­stefna væri víða til marks um aft­ur­hvarf til þjóðern­is­hyggju og græfi þar að auki skipu­lega und­an mann­rétt­ind­um. „Þegar grafið er und­an mann­rétt­ind­um standa kon­ur og minni­hluta­hóp­ar verst,“ sagði hún. „Á meðan við fögn­um þeim ár­angri sem náðst hef­ur, þurf­um við að safna kröft­um og sam­ein­ast í bar­áttu fyr­ir vernd mann­rétt­inda á heimsvísu.“

Á morgun flytur rithöfundurinn og prófessorinn Angela Davis, aðalerindi ráðstefnunnar, sagt verður frá óbirtri skýrslu UN WOMEN og tillögum í henni um hvað þarf að gera til að binda endi á kynbundið ofbeldi og áreiti.

Ráðstefnan er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og er skipulögð í samvinnu við RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Hana sækja um 800 manns. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst árið 2017 þegar konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search