Search
Close this search box.

Katrín tilnefnd til verðlauna Chatham House

Deildu 

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er til­nefnd til verðlauna bresku hug­veit­unn­ar Ch­at­ham Hou­se árið 2019. Auk hennar eru tilnefndir sjónvarpsmaðurinn og líffræðingurinn Sir David Attenborough og Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu.
Til­nefn­ing­arn­ar voru kynntar í gær. Samkvæmt vefsíðu Chatham House er Katrín tilnefnd fyrir framgöngu sína við mótun stefnu Íslands á sviði jafnréttis kynjanna og þátttöku kvenna í atvinnulífinu.

Attenborough er tilnefndur fyrir að vekja umræðu meðal almennings um plastmengun í hafinu með sjónvarpsþáttum sínum Blue Planet II sem sýndir voru á RÚV.

Ahmed hlýtur tilnefningu fyrir baráttu sína fyrir bættum stjórnarháttum, málfrelsi og lýðræði í heimalandi sínu Eþíópíu. Auk þess fyrir að binda enda á áratugalangar deilur við nágrannaríkið Erítreu en þau undirrituðu friðarsamkomulag í fyrra.

Ch­at­ham Hou­se er bresk hug­veita í alþjóðamál­um og hefur veitt verðlaunin frá 2005 til ein­stak­linga sem lagt hafa sitt af mörkum í alþjóðamálum.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search