Kjörsókn í forvali í Reykjavík 22%

Deildu 

Kjörsókn í forvali Vinstri grænna í Reykjavík er komin í 22%  þegar kosningin er hálfnuð, sem þýðir að 645 af 2945 höfðu kosið í morgun, þegar tveir dagar eru eftir af forvalinu.

Forvalið hófst á sunnudagsmorgun og lýkur annað kvöld, miðvikudagskvöld klukkan 17.00.

Áfram er því gott tækifæri til að taka þátt í að raða á báða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum, fyrir Alþingiskosningarnar í haust.

Þetta gerir þú með því að fara inn á reykjavik.vg.is og kjósa með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Og það skemmtilega hér er að kosningin er tvöföld, svo velja skal 2 í fyrsta sæti, 2 í annað sæti, 2 í þriðja sæti og 2 í fjórða sætið. Semsé tvisvar sinnum skemmtilegra. 

Ellefu frambjóðendur taka þátt í forvalinu um fjögur efstu sætin á listunum tveimur í Reykjavík.

En kosningin er sameiginleg á báða listana. 

Í framboði eru:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í fyrsta sæti, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í fyrsta sæti, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður býður sig fram í annað sætið, Orri Páll Jóhannsson varaþingmaður og aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra, í annað sætið, Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR, í annað sætið, Daníel E. Arnarson  framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 í annað sætið og Andrés Skúlason, verkefnastjóri, einnig í annað sætið.  Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi býður sig fram í  3. til 4. sæti. Guy Conan Stewart kennari, René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður gefa kost á sér í fjórða sæti.

Kjósendum er bent á að þeir sem vilja aðstoð við að kjósa geta leitað til skrifstofu, með því að mæta á skrifstofutíma eða hafa samband. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, 8937861 og Björg Eva Erlendsdóttir, 8961222 aðstoða við kosningu eftir þörfum.  

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.