PO
EN

Kolbeinn stýrir hóp um endurskoðun laga um umhverfismat

Deildu 

Starfshópur skipaður vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp með það hlutverk að endurskoða í heild sinni lög um mat á umhverfisáhrifum.

Lögin byggja á tilskipun Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmiðin með heildarendurskoðun laganna eru að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins hvað varðar þátttökuréttindi almennings.

Vinna við endurskoðun laganna hófst á árinu 2018 með upphafsfundi með hagsmunaaðilum auk þess sem leitað hefur verið eftir hugmyndum og athugasemdum í opnu samráðsferli. Einnig er hafin greiningarvinna á tilteknum þáttum í löggjöf nágrannalandanna sem fjalla um ferli mats á umhverfisáhrifum og leyfisveitingar. Niðurstaða greiningarinnar mun nýtast sem grunnur í vinnu starfshópsins.

Starfshópinn skipa:

  • Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, skipaður án tilnefningar,
  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri, tilnefnd af Skipulagsstofnun,
  • Hildur Dungal, lögfræðingur, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti,
  • Jón Gunnarsson, alþingismaður, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti,
  • Pétur Reimarsson, verkfræðingur, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins,
  • Sigríður Droplaug Jónsdóttir, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum og
  • Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search