Search
Close this search box.

Kolefnishlutleysi

Deildu 


Það lýsir ekki metnaðarleysi að vinna skipulega að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Á innan við 20 árum gerist tvennt: Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar um 55% eða meira í samfloti við önnur Evrópuríki samkvæmt Parísarsamningnum. Nú þegar eru skref næstu ára tekin samkvæmt fjármagnaðri aðgerðaáætlun sem verður auðvitað að endurskoða og aðlaga gerðum ESB og EES eftir því sem nær dregur 2030. Losun varðar jú fyrst og fremst samgöngur, atvinnurekstur sem er utan ETS-kerfisins. Samhliða er ráðist í margvísleg verkefni sem binda kolefni, allt frá skógrækt til niðurdælingar koldíoxíðs, allt með mælanlegum markmiðum, eins þótt mat á losun og kolefnisbindingu í landnotkun og skógrækt sé vandasamt verk. Sérstakt átak er nú gert til að afla frekari gagna og styrkja matið á kolefnisbúskapnum.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um kolefnishlutleysi sem á að tryggja framgang verkefnisins og varðar leiðina fram á við að breyttu breytanda því að á 20 árum verða skrefin mörg, fjölbreytileg og aðlöguð raunveruleikanum í samvinnu við samstarfslönd okkar. Meira að segja má búast við að erlend fyrirtæki bindi kolefni hér á landi í votlendi, skógrækt og við niðurdælingu og greiði fyrir. Allt tal um metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar, skort á fyrirsjáanleika eða fé eru innihaldslitlar fullyrðingar og rökin auðvitað ekki á lausu. Ísland mun bæði standa við loftslagsmarkmið og auka umhverfisvernd ef Vinstri græn ná að stýra þróuninni áfram í samvinnu við aðra flokka á Alþingi. Margir einblína á skyldu ríkisins og gagnrýna það fyrir lág framlög en sannleikurinn er sá að kostnaður við kolefnishlutleysi fellur á ríkið, sveitarfélög, atvinnufyrirtæki og almenning. Það er enginn sem spilar sóló í þessum efnum.    

Ari Trausti Guðmundsson, úr þingræðu 2. júní.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search