PO
EN

Kosningaáherslur Vinstri grænna

Deildu 

Miklu hraðari samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda, auðlindir og umhverfisvernd í stjórnarskrá og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, eru meðal áherslna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fyrir alþingiskosningar.

Velferðar- mennta- og heilbrigðismál

Vinstri græn ætla að auka getu opinbera heilbrigðiskerfisins, afnema komugjöld í heilsugæslunni og lækka gjöld fyrir aðra heilbrigðisþjónustu.

Vinstri græn ætla að vinna að úrbótum á framfærslu öryrkja og setja tekjulægstu hópana og öryrkja með börn í forgang.

Vinstri græn ætla að auka stuðning við félagslegt húsnæði og fjölga íbúðum í almenna íbúðakerfinu.

Vinstri græn ætla að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Vinstri græn munu tryggja jafnt aðgengi að fjölbreyttri menntun á öllum skólastigum.

Vinstri græn munu vinna að forvörnum og lýðheilsu, ekki síst hjá ungu fólki og öldruðum.

Vinstri græn munu leggja áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir aldraða.

Efnahags- og atvinnumál

Vinstri græn ætla að tryggja efnahagslegt umhverfi sem styður við lága vexti og skoða upptöku þrepaskipts fjármagnstekjuskatts.

Vinstri græn ætla að halda áfram endurreisn barnabótakerfisins, svo það nái til fleiri barnafjölskyldna.

Vinsri græn ætla að koma á sveigjanlegum starfslokum.

Vinstri græn leggja áhersla á öfluga innlenda matvælaframleiðslu, meðal annars með tímasettri áætlun um eflingu lífrænnar framleiðsla, og umhverfi sem styður við þekkingargeirann, meðal annars með eflingu faglegra sjóða á sviði rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina.

Vinstri græn munu ljúka við stórar og löngu tímabærar opinberar framkvæmdir.

Umhverfi og loftslag.

Vinstri græn leggja áherslu á að Alþingi tryggi ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd í stjórnarskrár.

Vinstri græn leggja áherslu á að Ísland setji markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda a.m.k. 60% árið fyrir 2030 og að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040.

Vinstri græn stefna að  verndun 30% svæða á landi og á hafi fyrir 2030 og vinna áfram að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og þjóðgarðs á Vestfjörðum.

Vinstri græn meta orkuþörf á forsendum grænnar uppbyggingar og sjálfbærni.

Hér eru kosningaáherslur í heild.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search