PO
EN

Kostir rafrænna fylgiseðla

Deildu 

Þann 18. októ­ber síðastliðinn var hald­inn hér á landi fjöl­menn­ur fund­ur ís­lenskra og er­lendra sér­fræðinga í tengsl­um við for­mennsku Íslands í Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni. Um­fjöll­un­ar­efni fund­ar­ins var kost­ir ra­f­rænna fylgiseðla lyfja með lyfj­um, en Ísland hef­ur haft for­ystu um inn­leiðingu ra­f­rænna fylgiseðla á nor­ræn­um vett­vangi. Inn­leiðing ra­f­rænna fylgiseðla hef­ur verið eitt af for­gangs­mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og er einnig sett fram sem mark­mið í álykt­un Alþing­is um lyfja­stefnu til árs­ins 2020.

Á fund­in­um voru kynnt­ar niður­stöður rann­sókn­ar sem Evr­ópuráðið stóð fyr­ir að frum­kvæði Íslands um kosti og galla þess að inn­leiða ra­f­ræna fylgiseðla. Í stuttu máli fela niður­stöðurn­ar í sér að heil­brigðis­starfs­fólk tel­ur vand­kvæðum bundið að tryggja að sjúk­ling­ar sem ekki hafa tungu­mál viðkom­andi lands að móður­máli fái full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um þau lyf sem þeir þurfa á að halda. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag tryggi því ekki sem skyldi rétta og ör­ugga notk­un lyfja. Um 88% svar­enda telja að með ra­f­ræn­um fylgiseðlum megi bet­ur tryggja sjúk­ling­um aðgengi að upp­lýs­ing­um sem þeir geta skilið.

Samstaða hef­ur náðst meðal allra Norður­landaþjóðanna um að leita eft­ir því við Evr­ópu­sam­bandið að kanna hvort gera þurfi breyt­ing­ar á til­skip­un um fylgiseðla lyfja svo inn­leiðing ra­f­rænna fylgiseðla verði mögu­leg, þannig að ra­f­ræn­ir fylgiseðlar komi í stað prentaðra seðla, í ríkj­um sem það kjósa. Ég sendi í sum­ar er­indi þessa efn­is til fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir hönd allra heil­brigðisráðherra Norður­land­anna.

Fylgiseðlar á ra­f­rænu formi hafa marga kosti, þar á meðal þann að þá er hægt að lesa efni þeirra á mörg­um tungu­mál­um og í mörg­um let­ur­stærðum. Upp­lýs­inga­gjöf yrði því ein­földuð og bætt, einkum gagn­vart þeim sem ekki tala ís­lensku eða eiga af ein­hverj­um ástæðum erfitt með að lesa smá­an texta. Þegar fram líða stund­ir yrði von­andi mögu­legt að bæta aðgengi enn frek­ar með því að miðla texta á fjöl­breytt­ari hátt í gegn­um ra­f­ræn kerfi eða smá­for­rit.

Ra­f­ræn­ir fylgiseðlar hafa einnig já­kvæð áhrif á um­hverfið; prenta þyrfti minna af fylgiseðlum á papp­ír auk þess sem sóun lyfja yrði minni þar sem ekki þyrfti að innkalla lyf vegna breyt­inga á fylgiseðlum, eins og stund­um er þörf á í dag.

Auk þess horfa Norður­landaþjóðirn­ar til þess að ef heim­ilt verður að nota ra­f­ræna fylgiseðla í stað prentaðra muni það auðvelda þeim sam­eig­in­leg lyfjainn­kaup. Með því megi sporna við lyfja­skorti og ná fram hag­stæðara inn­kaupa­verði og lækka þar með lyfja­verð.

Það er mik­il­vægt að reglu­verk taki breyt­ing­um í sam­ræmi við tækninýj­ung­ar og breytt­ar þarf­ir al­menn­ings og ra­f­ræn­ir fylgiseðlar væru sann­ar­lega skref í þá átt, og fælu í sér já­kvæðar breyt­ing­ar fyr­ir not­end­ur heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á Íslandi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search