Search
Close this search box.

Lærum af nágrönnum okkar

Deildu 

Það er haft fyr­ir satt að klókt fólk læri af reynslu annarra, meðan aðrir læri af eig­in reynslu. Það var með þetta í huga sem ég fór til Fær­eyja í liðinni viku. Fær­ey­ing­ar hafa stundað fisk­eldi um ára­tuga skeið og grein­in, stjórn­sýsl­an og sam­fé­lagið lært mikið. Fær­ey­ing­ar hafa gengið í gegn­um erfiðar krís­ur, m.a. vegna laxa­sjúk­dóma. Í dag hins veg­ar stend­ur grein­in vel, hún skap­ar drjúg­an hluta af út­flutn­ings­tekj­um þeirra og fjöld­ann all­an af störf­um í þjón­ustu og tengd­um rann­sókn­um.

Fær­ey­ing­ar tóku okk­ur frá­bær­lega

Mót­tök­urn­ar sem við feng­um hjá þess­ari vinaþjóð okk­ar voru frá­bær­ar og jafnt stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og aðilar úr grein­inni voru ófeimn­ir að miðla til okk­ar af reynslu sinni. Það er ein­mitt vegna þess að ég vil læra af reynslu annarra sem ég setti af stað vinnu við að kort­leggja það sem hef­ur verið gert þegar ég tók við ráðuneyti mat­væla. Í þeim til­gangi leitaði ég eft­ir því að Rík­is­end­ur­skoðun myndi hefja stjórn­sýslu­út­tekt á fisk­eldi. Á það hef­ur stofn­un­in fall­ist og niður­stöðu er að vænta í haust. Þá stend­ur til að fá stórt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki til þess að aðstoða við að stilla upp þeim áskor­un­um og tæki­fær­um sem fyr­ir eru í grein­inni svo hægt sé að móta stefnu fyr­ir næstu skref.

Eft­ir þessa heim­sókn til Fær­eyja, þar sem við skoðuðum lokaðar kví­ar, raf­magns­knúna báta og metnaðarfull áform stjórn­valda og fyr­ir­tækja að gera sí­fellt bet­ur stend­ur eft­ir hversu mik­il­vægt það er að byggja þessa grein rétt upp. Það er greini­legt að stór hluti af virðis­aukn­ing­unni sem verður af þess­ari starf­semi hjá ná­grönn­um okk­ar er við af­leidd störf. Það get­ur verið ým­is­kon­ar þjón­usta við grein­ina, við skipa­smíðar, sölu, ný­sköp­un og fleira. Það er tals­verð ábyrgð sem fylg­ir þeim for­rétt­ind­um að hafa fengið leyfi til þess að nýta firði við Ísland til þess að rækta lax. Hluti af þeirri ábyrgð er skil­greind­ur í lög­um og í skil­mál­um leyf­anna. En ann­ar hluti snýr að sam­fé­lags­legri ábyrgð sem snýst um að grein­in skilji eft­ir sem mest verðmæti á Íslandi. Að það verði til fjöl­breytt störf til hliðar við iðnaðinn, við ný­sköp­un, við fram­leiðslu fóðurs, við nýt­ingu afurða og svona mætti lengi telja. Þessa sam­fé­lags­legu ábyrgð þarf grein­in að axla – en stjórn­völd geta skapað ákveðinn ramma.

Grein­in þarf að axla sam­fé­lags­lega ábyrgð

Ég tel að stjórn­völd þurfi að stilla upp ramma fyr­ir grein­ina sem tryggi vernd nátt­úr­unn­ar, bæði staðbund­ins líf­rík­is og líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika, en tryggi jafn­framt það að grein­in bygg­ist upp á grund­velli verðmæta­sköp­un­ar frek­ar en magn­fram­leiðslu. Þannig von­ast ég til að við lær­um af reynslu Fær­ey­inga og byggj­um upp fisk­eldi í sátt við um­hverfi, efna­hag og sam­fé­lag. Það er til mik­ils að vinna.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search