PO
EN
Search
Close this search box.

Landið er lykillinn

Deildu 

Heims­byggðin stend­ur frammi fyr­ir marg­vís­leg­um áskor­un­um. Á grund­velli þeirra hafa ríki heims sett sér sam­eig­in­leg mark­mið: Heims­mark­mið SÞ um sjálf­bæra þróun. Til að ná þess­um mik­il­vægu mark­miðum er brýnt að horfa til þeirra tæki­færa sem fel­ast í landi, þ.e.a.s. jarðvegi, gróðri, vist­kerf­um og nátt­úru. Land, sjálf­bær nýt­ing og end­ur­heimt land­gæða og vist­kerfa eru lyk­il­atriði við að tak­ast á við marg­ar af þeim stærstu áskor­un­um sem við Jarðarbú­ar stönd­um frammi fyr­ir.

Lofts­lags­mál og land­hnign­un

Hvernig get­ur land verið lyk­ill að því að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda? Hvernig get­ur land eflt nátt­úr­una, fjöl­breyti­leika henn­ar og vist­kerfi? Hvernig get­ur land verið lyk­ill að því að draga úr hungri og fá­tækt, auka efna­hags­legt sjálf­stæði og stuðla að kynja­jafn­rétti, fé­lags­leg­um stöðug­leika og friði í heim­in­um?

Staðreynd­in er sú að hnign­un lands og eyðimerk­ur­mynd­un á heimsvísu á sér stað á landsvæði sem er tvisvar sinn­um stærra en Kína. Það er 186 sinn­um stærð Íslands. Land­hnign­un hef­ur nei­kvæð áhrif á vel­ferð meira en þriggja millj­arða manna eða rúm­lega 40% mann­kyns.

Sjálf­bær land­nýt­ing og end­ur­heimt líf­rík­is mik­il­væg

Landi sem hef­ur hnignað los­ar gróður­húsaloft­teg­und­ir sem valda lofts­lags­breyt­ing­um. Líf­rænt efni losn­ar úr jarðvegi og smám sam­an dreg­ur úr frjó­semi þess. Eft­ir því sem fram­leiðni og líf­fræðileg starf­semi skerðist dreg­ur úr getu lands­ins til að standa und­ir vatns­bú­skap og fæðufram­leiðslu og efna­hags­legt mik­il­vægi minnk­ar eða hverf­ur. Það get­ur aft­ur valdið fé­lags­leg­um óróa og óstöðug­leika, sem endað get­ur með fólks­flótta og verið ógn við frið. Stríðið í Sýr­landi er ágætt dæmi um þetta. Land­hnign­un bitn­ar mest á þeim sem eru fá­tæk­ari og meira á kon­um og börn­um sem oft bera ábyrgð á að yrkja landið og sækja vatn.

Að yrkja og nýta landið með sjálf­bær­um hætti og end­ur­heimta vist­kerfi og líf­ríki bind­ur hins veg­ar gróður­húsaloft­teg­und­ir. Það efl­ir líf­fræðilega fjöl­breytni, ger­ir landið frjó­sam­ara, mynd­ar grund­völl lífsviður­vær­is, trygg­ir fæðufram­leiðslu og dreg­ur úr lík­um á vatns­skorti. Sjálf­bær land­nýt­ing og end­ur­heimt gæða lands eyk­ur fé­lags­leg­an stöðug­leika, stuðlar að jafn­rétti kynj­anna og friði.

Af þess­um sök­um er landið hlekk­ur sem teng­ir sam­an mis­mun­andi þætti í heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna. Enn frem­ur er áætlað að end­ur­heimt lands og sjálf­bær nýt­ing þess gæti verið allt að 1/​3 af lausn­inni við lofts­lags­vánni á heimsvísu.

Árang­ur um all­an heim

Rann­sókn­ir sýna að það að ráðast í end­ur­heimt lands er efna­hags­lega skyn­sam­legt, en fyr­ir hvern doll­ara sem lagður er í slík verk­efni á heimsvísu skila sér 10 doll­ar­ar til baka. Aðferðir sem stuðla að sjálf­bærri nýt­ingu lands eru vel þekkt­ar og einnig hef­ur þekk­ing á end­ur­heimt lands og land­gæða stór­auk­ist á und­an­förn­um ára­tug­um. Árang­urs­rík verk­efni er að finna um all­an heim, en bæði hér heima og á heimsvísu þurf­um við að ráðast í slík verk­efni á mun stærri skala en áður hef­ur verið gert.

Til að svo megi verða er nauðsyn­legt að fyr­ir­tæki komi í stór­aukn­um mæli að aðgerðum varðandi end­ur­heimt og fjár­festi í þeim. Tæki­fær­in eru óend­an­leg.

Mark­viss­ar aðgerðir á Íslandi

En hvað er að ger­ast í þess­um mál­um hér heima?

Land­græðsla og skóg­rækt hafa lengi verið of­ar­lega á dag­skrá ís­lenskra stjórn­valda, margra fyr­ir­tækja, fé­laga­sam­taka og al­menn­ings. Í aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um eru skóg­rækt og land­græðsla – með áherslu á end­ur­heimt birki­skóga, vot­lend­is og annarra vist­kerfa – ann­ar tveggja meg­inþátta áætl­un­ar­inn­ar. Á næstu fjór­um árum mun­um við tvö­falda land­græðslu og skóg­rækt og tí­falda end­ur­heimt vot­lend­is á veg­um rík­is­ins.

Mik­il­vægt er að virkja bet­ur þann áhuga sem fyr­ir­tæki hafa á að koma inn í verk­efni á þessu sviði og taka þar með þátt í að ná mark­miðinu um að Ísland verði kol­efn­is­hlut­laust árið 2040. Sam­hliða áherslu á kol­efn­is­bind­ingu þurf­um við síðan að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og er nú mark­visst unnið að því.

Mik­il reynsla af land­græðslu

Íslend­ing­ar byggja á yfir hundrað ára reynslu af land­græðslu. Land­græðslu­skóli Sam­einuðu þjóðanna sem staðsett­ur er hér á landi tek­ur ár­lega á móti fólki frá þró­un­ar­lönd­um þar sem land­eyðing og ósjálf­bær land­nýt­ing eru vanda­mál, og býður upp á hálf sárs þjálf­un í fræðileg­um og praktísk­um lausn­um við land­hnign­un.

Á aðild­ar­ríkja­fundi eyðimerk­ur­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna sem hald­inn var ný­lega skrifaði ég fyr­ir hönd Íslands und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu með Um­hverf­is­stofn­un SÞ um að í sam­ein­ingu yrði ráðist í land­græðslu­verk­efni víða í Afr­íku með um­hverf­is- og fé­lags­leg mark­mið í huga. Þar með yrði langþráður draum­ur okk­ar margra að veru­leika um að Ísland beini enn frek­ari kröft­um í þró­un­ar­sam­vinnu sinni að mál­efn­um sem tengj­ast landi og um­hverf­is­mál­um.

Ísland get­ur orðið í fremstu röð ríkja við að samþætta skipu­lag land­nýt­ing­ar og end­ur­heimt líf­rík­is og vinna þannig sam­tím­is að öll­um þrem­ur um­hverf­is­samn­ing­um SÞ. Þetta ger­um við með skýrri framtíðar­sýn og mark­miðum, samþætt­ingu áætl­ana um land­notk­un, upp­bygg­ingu þekk­ing­ar og víðtæku sam­starfi inn­an­lands sem utan.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search