Þann 11. október síðastliðinn fór fram Landsfundur Ungra vinstri grænna. Þar máttu fundagestir hlýða á fræðandi og skemmtileg erindi frá Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, félagsfræðings og fyrrum varaborgarfulltrúa, sem og Lauru Sólveigu Lefort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna. Loks spjallaði Svandís Svavarsdóttir við fundarmenn um sóknarfærin framundan og stöðu stjórnmálanna bæði heima og heiman.
Í stjórn UVG voru kjörin þau Illugi Gunnarsson, Þórbjörg Þóroddsdóttir og Björn Gústav Jónsson.
Þar sem aðalfundarstörfum lauk ekki verður boðað til aukalandsfundar á næstunni í samræmi við lög hreyfingarinnar.