Search
Close this search box.

Leggur til minningardag um helförina.

Rósa Björk

Deildu 

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi álykti að fela for­sæt­is­ráðherra að til­einka 27. janú­ar ár hvert minn­ingu fórn­ar­lamba helfar­ar gyðinga á árum síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Alls standa nítj­án þing­menn úr sex flokk­um að til­lög­unni. 

„Með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að 27. janú­ar ár hvert verði til­einkaður minn­ingu fórn­ar­lamba helfar­ar­inn­ar en þann dag árið 1945 frelsaði sov­éski her­inn fanga úr fanga­búðum nas­ista í Auschwitz í Póllandi,“ seg­ir í grein­ar­gerð.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search