Search
Close this search box.

Líffræðileg fjölbreytni varðar okkur öll

Deildu 

   Hugtökin líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi eru algeng í umræðu um loftslagsbreytingarnar. Alla jarðsöguna, sem nær yfir meira en 4.000 milljón ár, hafa lífsskilyrði breyst; loftslag kólnað og hlýnað, mest áberandi á mjög stórum mælikvarða. Langoftast hafa loftslagsbeltin verið hlýrri en okkur myndi þykja í góðu hófi. Svokallaðar ísaldir eru aðeins fáeinar í jarðsögunni. Þá skiptast á köld jökulskeið og miklu hlýrri hlýskeið. Núverandi ísöld (sú kvartera) hefur sett mark sitt á jörðina í um það bil 3 milljónir ára og  hafa þá 15 til 20 jökul- og hlýskeið skipst á. Þetta er megintímabil mannsins, stutt þróunarsaga frá frumverum í Afríku til um 7 milljarða mannsafns. Hlutfallslega mannmörgu skrefin til ólíkra arfgerða, sem allar eru háþróaðar, tók maðurinn á síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir um 115.000 árum og lauk fyrir um 11.000 árum.

   Á allmörgum árþúsundum, núverandi hlýskeiði, höfum við mennirnir margfaldast að höfðatölu og smám saman stundað æ flóknari náttúrunytjar sem hafa náð úr hófi fram. Á innan við tveimur öldum höfum við skapað, með iðnbyltingu og ofurneyslu, hættulegt ójafnvægi í kolefnisbúskap jarðar. Með kunnáttu okkar og samstöðu getum við náð jafnvægi á ný en það mun taka marga áratugi, kosta mikið fé og útheimta breytt neyslumynstur, nýtt hringrásarhagskerfi. Framundan, á mælikvarða árþúsunda, kann að bíða nýtt jökulskeið sem getur með engu móti haft áhrif á gerðir okkar nú vegna þess að við berum meginábyrgð á komandi öldum.

   Fjölbreyttar lífverur og styrk en breytileg vistkerfi eru nauðsynleg þeim náttúrunytjum og kolefnisbúskap sem við erum háð. Þess vegna er eru engin skil á milli viðbragða og áætlana til að andæfa loftslagsbreytingum og aðgerða sem stuðla að varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni. Hér á landi er okkur annt um lífríkið í sjónum og nytjastofna þar. Við horfum á illa farið eða örfoka land og vitum að vistkerfi þar þurfa aðstoðar við og að þau vantar með öllu sums staðar.    

    Ánægjulegt er til þess að vita að ungt fólk hefur tekð höndum saman hér á landi og á Norðurlöndum til eflingar líffræðilegrar fjölbreytni. Markmiðið í fyrstu er að taka með öflugum hætti þátt í vinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vekja á fjöldann til vitundar um lífræðilegri fjölbreytni og skipuleggja aðgerðir til góðs.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search