Search
Close this search box.

Lilja Rafney ávarpar Heimsþing kvenleiðtoga

Deildu 

Lilja Rafney Magnúsdóttir ávarpaði Heimsþing kvenleiðtoga, World Political Leaders nú áðan. Hér fylgir ávarpið bæði á íslensku og ensku.

Kæra samstarfsfólk.

Dagurinn í dag hefur verið virkilega hvetjandi – takk fyrir að koma alla leið til Íslands á þennan viðburð.

Ég ásamt samþingkonu minni Önnu Kolbrúnu Árnadóttur átti þess kost að sækja Summit WPL í Tokyo í Japan í júní sl. þar sem UN Women kynntu ákall sitt til þingfólks um að greiða fyrir kynjajafnrétti.

Það var mjög ánægjulegt og fróðlegt að fá að vera hluti af samfélagi kvenna úr öllum heimsálfum þar sem konur báru saman bækur sínar.

Þó við séum mislangt komin í jafnréttisbaráttunni eru viðfangsefnin sem konur glíma við hvar sem er í heiminum ekki svo ólík. Við verðum að valdefla konur, ekki einungis í þágu kvenna, heldur til að bæta samfélag okkar, auka velferð og vinna að friði.

Konur skipta máli! Sem dæmi má nefna Gretu Thunberg og Jane Fonda. Tvær konur af ólíkum kynslóðum og frá ólíkum heimshlutum sem taka forystu í stærstu baráttunni sem blasir við mannkyninu – baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Forsætisráðherra okkar Katrín Jakobsdóttir hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál og loftslagsmál. Sem dæmi má nefna aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, að ná fram launajafnrétti, lengingu fæðingarorlofs, aukin réttindi intersex fólks og bætt og framsækin lög um þungunarrof.  

Að lokum fyrir hönd Alþingis og íslenskra þingkvenna vona ég að dvölin á Íslandi veiti ykkur innblástur og ánægju þó vindar blási í landi elds og ísa.

Takk fyrir.

Dear Colleagues

Today has been truly motivating – thank you for coming all the way to Iceland for this event.

I attended the WPL Summit in Tokyo last June, along with a fellow MP – Anna Kolbrún Árnadóttir – where UN Women launched their call to action to parliamentarians. 

It was a very valuable experience to exchange views and share best practices with fellow women parliamentarians from all over the world.

Although we have not all progressed equally, we all face similar challenges. We all have a responsibility to empower women, not only for the sake of women but also to improve our societies, increase welfare and achieve peace. Women must support each other!

Women do make a difference!  Greta Thunberg and Jane Fonda; two women of different generations and different nationalities making a great impact on the greatest challenge mankind faces – the fight against climate change.

Iceland’s Prime Minister, Katrín Jakobsdóttir, has prioritized climate change and gender equality. Examples are her focus on fighting gender-based violence, achieving equal pay, longer parental leave, increased rights of intersex people and reformed and progressive abortion laws.

Finally, on behalf of Althingi and Icelandic women MPs, I wish you an inspiring and enjoyable stay in the windy land of Ice and Fire.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search