Search
Close this search box.

Lilja Rafney um verkfall Eflingar

Deildu 

Herra forseti. Í dag hófst verkfall starfsfólks innan Eflingar sem er að berjast fyrir betri kjörum og það er mikil þörf á því. Það eru að stærstum hluta láglaunakonur sem hafa allt of lengi skrapað botninn í launamálum í landinu. Hversu vel sem við stjórnmálamenn og verkalýðshreyfingin höfum reynt að hífa laun þeirra lægst launuðu upp hefur það tekist misjafnlega vel. Alltaf byrjar þetta höfrungahlaup, að spyrna sér upp frá lægstu töxtunum, aðrir þeir sem hafa betri kjör. Hvað er til ráða? Ég tel að það verði að fara að horfa á þetta einangrað, að við verðum að tengja þessi lægstu laun við einhver viðurkennd laun, hvort sem það eru laun bæjar- eða borgarstjóra í viðkomandi sveitarfélagi, að þau séu alltaf hlutfall af þeim launum og fylgi þeim, eða launum þingmanna eða ráðherra. Það er ekki boðlegt í okkar ríka samfélagi að fólk fái fyrir fulla vinnu 250.000 kr. útborgaðar, vitandi að enginn getur framfleytt sér á þeim launum. Við höfum látið gera úttekt á framfærsluviðmiðum sem eru langt yfir þá tölu, það er bara hinn kaldi veruleiki hvað sem öll excel-skjöl segja. Ég er mjög ánægð með lífskjarasamningana sem gerðir voru, og hafa að mörgu leyti lyft upp launum, og margar hliðaraðgerðir, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða skattakerfinu, en við verðum bara að horfast í augu við að það eru stórir hópar, að stórum hluta láglaunakonur og líka láglaunakarlar, sem vinna á launum sem eru ekki boðleg fyrir íslenska þjóð. Þar verðum við að taka höndum saman og það geta menn gert í Reykjavíkurborg. Það á að gera það og menn verða bara að horfast í augu við sjálfa sig með það. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki sem hugsar um börnin okkar og aldraða fólkið að búa við þessi lélegu kjör.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður NV kjördæmis.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search