Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur, leiðir lista Vinstri grænna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var samþykktur var á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra var sérstakur gestur fundarins og ræddi stöðu stjórnmálanna við fundargesti. Í öðru sæti listans í Árborg er Guðbjörg Grímsdóttir framhaldskólakennari og Jón Özur Snorrason í þriðja. Formaður Vinstri grænna í Árborg Sædís Ósk Harðardóttir, segir að fundurinn hafi verið kraftmikill og hugur sé í fólki. Sædís situr sjálf er í fjórða sæti sem hér má sjá í heild.
sæti | nafn | Starfsheiti | búseta | |
1. | Sigurður Torfi Sigurðsson | Ráðunautur | Sandvíkurhreppur | |
2 | Guðbjörg Grímsdóttir | Framhaldsskólakennari | Selfoss | |
3 | Jón Özur Snorrason | Framhaldsskólakennari | Selfoss | |
4 | Sædís Ósk Harðardóttir | Deildarstjóri grunnskóla | Eyrarbakki | |
5 | Guðrún Runólfsdóttir | Einkaþjálfari | Selfoss | |
6 | Leifur Gunnarsson | Lögfræðingur | Selfoss | |
7 | Pétur Már Guðmundsson | Bóksali | Stokkseyri | |
8 | Kristrún Júlía Halldórsdóttir | Myndlistakona | Selfoss | |
9 | Alex Máni Guðríðarson | Fuglaljósmyndari | Stokkseyri | |
10 | Ágústa Eygló Backman | Fiskeldisfræðingur | Eyrarbakki | |
11 | Magnús Thorlacius | Fiskalíffræðingur | Selfoss | |
12 | Dagmara Maria Zolich | Félagsliði | Selfoss | |
13 | Ágúst Hafsteinsson | Pípulagningameistari | Tjarnabyggð | |
14 | Nanna Þorláksdóttir | Fv.skólafulltrúi og eftirlaunaþegi | Selfoss | |
15 | Birgitta Ósk Hlöðversdóttir | Framhaldsskólanemi og tamningakona | Eyrarbakki | |
16 | Ægir Pétur Ellertsson | Framhaldsskólakennari | Selfoss | |
17 | Margrét Magnúsdóttir | Garðyrkjufræðingur. | Selfoss | |
18 | Anna Gunnarsdóttir | Hjúkrunarfræðingur | Selfoss | |
19 | Jóhann óli Hilmarsson | Fuglafræðingur | Stokkseyri | |
20 | Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir | Efnafræðingur | Selfoss | |
21 | Þorsteinn Ólafsson | Dýralæknir | Selfoss | |
22 | Guðrún Jónsdóttir | Félagsráðgjafi/eftirlaunaþegi | Selfoss |