Anna Margrét Arnarsdóttir í Neskaupstað er oddviti á fyrsta lista Vinstri grænna í Fjarðabyggð, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var samþykktur með lófataki á félagsfundi VG á Austurlandi fyrir hádegi í dag, að viðstaddri Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna. Opinn fundur um sveitarstjórnarmálin var haldinn eftir hádegi.
Þrjár Önnur skipa efstu þrjú sætin, því í öðru sæti listans er Anna Berg Samúelsdóttir og í því þriðja Anna Sigrún Jóhönnudóttir, báðar frá Reyðarfirði. Á listanum eru frambjóðendur frá Reyðarfirði, Neskaupstað, Stöðvarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Styrmir Ingi Stefánsson frá Reyðarfirði er eini karlinn á listanum og skipar hann 14. sætið.
Anna Margrét Arnarsdóttir, oddviti VG í Fjarðabyggð sagði á fundinum, ,,framboð VG er mjög mikilvægt fyrir Fjarðabyggð því hér þarf að koma ákveðnum málefnum inn í umræðuna, sem hafa ekki verið áberandi hingað til. Málefni eins og umhverfisvernd, kvenfrelsi, jafnréttisbarátta hinsegin samfélagsins og fjölskyldumál.”
Svona er listinn:
1. Anna Margrét Arnarsdóttir Neskaupstað Háskólanemi
2. Anna Berg Samúelsdóttir Reyðarfirði Náttúru- og landfræðingur
3. Anna Sigrún Jóhönnudóttir Reyðarfirði Öryrki
4. Helga Björt Jóhannsdóttir Neskaupstað Framhaldsskólanemi
5. Guðrún Tinna Steinþórsdóttir Stöðvarfjörður Sjúkraliði
6. Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir Reyðarfirði Framleiðslustarfsmaður
7. Þórunn Björg Halldórsdóttir Neskaupstað Verkefnastjóri
8. Helga Guðmundsdóttir Snædal Reyðarfirði Viðskiptafræðingur
9. Marta Zielinska Reyðarfirði Leiðtogi framleiðslu
10. Auður Hermannsdóttir Breiðdalsvík Kaffihúseigandi
11. Ingibjörg Þórðardóttir Neskaupstað Framhaldsskólakennari
12. Guðlaug Björgvinsdóttir Reyðarfirði BA í félagsvísindum
13. Fanney Kristjánsdóttir Neskaupstað Leik- og grunnskólakennari
14. Styrmir Ingi Stefánsson Reyðarfirði Íþróttafræðingur
15. Kristín Inga Stefánsdóttir Eskifirði/Reyðarfirði Framleiðslustarfsmaður
16. Selma Kahriman Mesetovic Fáskrúðsfirði Skrifstofustarfsmaður
17. Hrönn Hilmarsdóttir Neskaupstað Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi
18. Þóra Þórðardóttir Neskaupstað Eldri borgari