Search
Close this search box.

Listi VG samþykktur í Norðvesturkjördæmi.

Deildu 

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í dag.  Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna. Bjarni sem er nýr oddviti VG í kjördæminu þakkaði ráðherrum VG, fyrir mikla vinnu og framsækni sem hefði leitt til vitundarvakningar í samfélaginu þótt ekki hefðu öll mál náðst í höfn á kjörtímabilinu.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður er í öðru sæti listans. Í ræðu sinni sagði hún að með gleði og samvinnu er allt hægt, og að hún muni láta til sín taka í málefnum launafólks, sjómanna og byggðanna og fyrir réttlátara samfélagi með umhverfismál að leiðarljósi.  Hún sagðist fyllast andagift yfir fjölbreytileikanum á listanum og þeirri góðu stemningu sem ríkti. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir á Ísafirði er í þriðja sæti og Þóra Margrét Lúthersdóttir, bóndi í því fjórða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og sérstakur gestur fundarins, ræddi kosningabaráttuna framundan og hvatti frambjóðendur og almenna félagsmenn til dáða. Nú verði áfram byggt á þeim góða grunni sem lagður hafi verið í ríkisstjórn, það verði bygggt á samþykktum síðasta landsfundar,  og horft fram á veginn og talað við fólkið í landinu.

1. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, Hólum í Hjaltadal

2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri

3. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði

4. Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, Forsæludal í Vatnsdal

5. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og bæjarfulltrúi, Stykkishólmi

6. Heiðar Mar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður, Akranesi

7. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri og formaður byggðaráðs, Reykholti

8. Ólafur Halldórsson, nemi og starfsmaður í aðhlynningu, Skagaströnd

9. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, Strandabyggð

10. María Hildur Maack, umhverfisstjóri, Reykhólum

11. Auður Björk Birgisdóttir, háriðnmeistari og bóndi, Hofsósi

12. Einar Helgason, smábátasjómaður og skipstjóri, Patreksfirði

13. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla og varam. í sveitarstjórn, Borgarnesi

14. Rún Halldórsdóttir, læknir, Akranesi

15. Valdimar Guðmannsson, iðnverkamaður og eldri borgari, Blönduósi

16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi, Brúarlandi á Mýrum

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search