Search
Close this search box.

Loftslagsbreytingar, aðlögun og samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda

Deildu 

Þrátt fyrir ítrek­aðar við­var­anir vís­inda­manna um afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum und­an­farna ára­tugi hafa stjórn­völd á heims­vísu verið treg til að bregð­ast við. Nú er svo komið að þrátt fyrir stór­á­tak í við­brögðum síð­ustu ára og sam­komu­lag um að reyna eftir fremsta megni að halda hlýnun jarðar við eða undir 1,5°C þá þurfa sam­fé­lög að sinna tveimur stórum verk­efnum í mála­flokkn­um. Mæl­ingar sýna raunar að það líður hratt að því að mark­miðið um að tak­marka hlýnun við 1,5°C verður utan seil­ingar á allra næstu árum nema til komi mjög árang­urs­ríkar aðgerð­ir. Í fyrsta lagi þarf að draga sem allra mest úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem valda hlýn­un­inni en auk þess þarf að auka seiglu sam­fé­laga gagn­vart þeim breyt­ingum sem þegar eru orð­inar og sjást glöggt í nátt­úr­unni og á vist­kerfum jarð­ar. Þær breyt­ingar sem þegar eru komnar fram ganga ekki svo glatt til baka, sér­stak­lega ekki ef við missum tak­markið um 1.5°C úr greipum okk­ar.

Aðlögun sam­hliða sam­drætti í losun

Aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum getur í eyru ein­hverra hljó­mað eins og upp­gjöf, en það er mis­skiln­ing­ur. Aðlögun er verk­efni sem þarf að vinn­ast samlhiða sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hún snýst um að tak­marka skaðan af þeim breyt­ingum sem þegar hafa orðið á veður og nátt­úru­fari og aðalaga sam­fé­lög að nýjum veru­leika. Á Íslandi skortir rann­sóknir á því hvernig nákvæm­lega veð­ur­far á land­inu breyt­ist með hlýrri loft­hjúp og hlýn­andi sjó, en við vitum þó að úrkomu­magn eykst með hlýrra lofti og aukin úrkoma getur valdið nátt­úru­ham­förum, allan árs­ins hring. Loft­hiti eykst, sem bræðir jökla og sífrera og eykur því einnig skriðu­hættu og vist­kerfin geta átt í högg að sækja vegna nýrra ágengra teg­unda sem koma sér nú fyrir norðar á hnett­inum sam­fara hlýn­andi veðri. Þá benda hnatt­rænar rann­sóknir ein­dregið til þess að veð­ur­öfgar verði meiri, og engin ástæða til að halda annað en að sú verði raunin á Íslandi líka.

Breyt­ingar á hæð sjáv­ar­yf­ir­borðs og súrnun sjávar eru breyt­ingar sem geta haft mjög alvar­legar afleið­ingar fyrir Ísland, og þá er talið lík­legt að með bráðnun jökla og minna farg á sumum af virk­ustu eld­stöðvum lands­ins geti valdið tíð­ari eld­gos­um. Aug­ljóst verður að telj­ast að til mik­ils að vinna við að tak­marka áhrif þeirra lofts­lags­breyt­inga sem þegar hafa orðið og hnatt­ræna verk­efnið um að hætta alveg að losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir út í and­rúms­loftið er mik­il­væg­asta verk­efnið sem mankynið hefur staðið frami fyr­ir.AUGLÝSINGhttps://static.airserve.net/hvita-husid/framsokn/reytkjavik-2022/metas/1018/manifest.html

Í sjöttu skýrslu Vís­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) kemur fram að sam­ræmdar aðgerðir og aðgerða­pakkar stjórn­valda hafa meiri áhrif en ein­stakar aðgerð­ir, og að það sé hag­kvæmt að nýta stjórn­tæki s.s. kolefn­is­skatta ásamt reglu­gerð­ar­breyt­ingum sam­hliða til að ná sem mestum árangri. Fyrst og fremst þarf að draga úr útblæstri með því að umbylta orku­öfl­un, draga úr mengun frá iðn­aði, bygg­ing­ar­geir­anum og sam­göngum en sam­tímis þurfum við að byggja seiglu sam­fé­lags­ins gagn­vart breyt­ing­unum sem þegar eru hafn­ar. Við þurfum að aðlaga frá­veitu­kerfi meiri úrkomu, styrkja ofan­flóða­varn­ir, auka vöktun á óstöð­ugum hlíðum og vöktun á öllum vist­kerfum þar sem breyt­ingar eru kvik­ari og hrað­ari núna en nokk­urn­tíman áður.

Reykja­vík í for­ystu

Reykja­vík á að vera í for­ystu í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ingum og hefur til þess tæki­færi sem ein af 100 lofts­lags­borgum Evr­ópu. Orku­skipti í sam­göng­um, öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og öfl­ugt hringrás­ar­hag­kerfi þar sem við nýtum allar þær auð­lindir sem finna má í úrgangi, hvetjum borg­ar­búa, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að nýta betur og nota minna eru allt verk­efni sem þegar eru á borði borg­ar­innar og unnið að. Borgin á að bæta kostn­aði kolefn­is­út­blástur við allar fram­kvæmdir og taka þannig upp­lýsta ákvörð­un, bæði fjár­hags­lega og lofts­lags­lega áður en gengið er að til­boð­um. Bjóða upp á vist­vænan mat í mötu­neytum borg­ar­innar og efla mat­væla­fram­leiðslu í heima­byggð. Verndun nátt­úru­legra svæða sem þegar taka upp og geyma kolefni er líka mjög mik­il­væg ásamt því að auka skipu­lagða skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is. Hverfi borg­ar­innar þurfa að vera nægi­lega stór til að bera þjón­ustu svo borgar­búar þurfi ekki að keyra um langan veg eftir grunn­þjón­ustu og áfram mætti telja.

Við megum engan tíma missa, sýnum frum­kvæði, elju og seiglu og gerum borg­ina okkar kolefn­is­hlut­lausa sem allra allra fyrst.

Elín Björk Jónasdóttir er veð­ur­fræð­ingur, skipar 3. sæti á lista VG fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 14. maí.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search