EN
PO
Search
Close this search box.

Loftslagsbreytingar mesta ógnin við mannréttindi

Rósa Björk

Deildu 

„Heim­ur­inn hefur aldrei orðið vitni að við­líka ógn við mann­rétt­ind­i,“ sagði Michelle Bachel­et, mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna og yfir­maður Mann­réttinda­ráðs SÞ í opn­un­ar­er­indi sínu við upp­haf 42. fundar Mann­réttinda­ráðs­ins í sept­em­ber­byrj­un.

Ógnin sem Bachelet vísar í eru lofts­lags­breyt­ing­ar. Þau eru orðin ein aðal upp­spretta borg­ara­stríða og átaka. Rétt­indi frum­byggja til lífs og við­ur­væris er ógnað hvort sem er með skóg­ar­eldum í Amazon-­skóg­unum eða bráðnun íss við Norð­ur­skaut­ið. Umhverf­is­vernd­ar­sinnar búa við stöðugt meiri ógn­anir og jafn­vel árás­ir, sér­stak­lega í Suð­ur­-Am­er­íku og opin­ber umræða sem nið­ur­lægir ungt fólk sem hefur áhyggjur af lofts­lag­inu, fram­tíð sinni og kom­andi kyn­slóða er orðin algeng­ari. Fleiri felli­byljir og fjölgun aftaka­veðra á borð við það sem gerð­ist nýlega á Baham­a-eyj­um, eyjum sem liggja lágt yfir sjáv­ar­yf­ir­borði, drepur ekki bara íbúa heldur neyðir fólk til að flýja heim­kynni sín.

Fólk er líka að flýja vegna veðra­breyt­inga í kringum hið víð­áttu­mikla Sahel steppu­svæði Afr­íku við suð­ur­jaðar Sahara-eyði­merk­ur­inn­ar, þar sem sífelld harðn­andi lífs­bar­átta vegna vax­andi þurrka hefur meiri áhrif á stjórn­mála­ó­vissu og flótta íbúa frá svæð­inu en áður. Fjöldi flótta­fólks sem flýr í leit að betra lífi með oft von­lausum og ömur­legum árangri yfir sjálft Mið­jarð­ar­haf­ið, hefur þá þegar flúið yfir sjálfa Sahara-eyði­mörk­ina. Þetta eru ekki auð­veldar hindr­anir á vegi fólks sem er að flýja óbæri­legt líf vegna lofts­lags­breyt­inga en sýnir neyð­ina sem fólk býr við. Reyndar hafa millj­ónir manna í heim­inum nú þegar þurft að flýja heim­kynni sín vegna afleið­inga lofts­lags­breyt­inga hvort sem það eru alvar­legri þurrkar en áður, sífellt fleiri og kraft­meiri aftaka­veð­ur, flóð, fleiri og umfangs­meiri felli­byljir en áður eða skóg­ar­eldar sem geisa bæði vegna þurrka og hita en líka af manna­völd­um. Ef það er ekki neyð­ar­á­stand, hvað í ósköp­unum er þá neyð­ar­á­stand?AUGLÝSING

Nýlega veittu mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International loft­lags­að­gerða­sinn­anum Gretu Thun­berg og loft­lags­bar­áttu­hreyf­ing­unni „Fri­days for fut­ure“ verð­laun fyrir að vekja athygli á og krefj­ast þess að rót­tæk­ari opin­berar aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir enn meiri hlýnum loft­lags­ins. Og hér á Íslandi, veitti Íslands­deild Amnesty fjórum sam­tökum ungs fólks verð­laun fyrir bar­áttu sína fyrir rót­tæk­ari aðgerðum gegn ham­fara­hlýn­um. Þessi verð­laun virtra alþjóð­legra mann­rétt­inda­sam­taka stað­festa enn frekar hin nánu tengsl lofts­lags­breyt­inga og mann­rétt­inda­bar­áttu. Og á vett­vangi Evr­ópu­ráðs­þings­ins, einnar öfl­ug­ustu alþjóða­stofn­unar á sviði mann­rétt­inda sem Ísland á aðili að, eru mann­rétt­indi út frá lofts­lags­breyt­ingum stöðugt fyr­ir­ferð­ar­meiri í álykt­unum og þing­mál­um.

Stríðs­á­tök vegna lofts­lags­breyt­inga

Styðjum og bregð­umst við kröfum ungs bar­áttu­fólks

Lofts­lags­breyt­ingar eru líka að verða nátengd­ari stríðs­á­tökum og afleið­ingum þeirra. Fólk flýr heim­kynni sín vegna lofts­lags­breyt­inga og mik­illa breyt­inga á veð­ur­fari en líka átak­anna í kjöl­farið á veð­ur­fars­breyt­ing­um. Rekja má 40 pró­sent af öllum vopn­uðum átökum und­an­farin ár og ára­tuga í heim­inum til lofts­lags­breyt­inga og afleið­inga þeirra sam­kvæmt nýj­ustu tölum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Og því miður er það langoft­ast fátæk­ustu og við­kvæm­ustu íbúar heims, konur og börn, sem eru helstu fórn­ar­lömb átaka sem orsakast af enn grimmi­legri bar­áttu um þverr­andi auð­lindir og hrað­ari lofts­lags­breyt­inga. Ríkar þjóðir hafa því miður brotið á þeim fátæk­ari með því að ýta meng­andi starf­semi til þró­un­ar­ríkja og stuðlað þar með að víta­hring meng­unar og ójöfn­uðar sem ýtir íbúum þessa ríkja á flótta og ver­gang. Stríðs­rekstur er því bæði afleið­ing bar­áttu um þverr­andi auð­lindir en veldur því líka að stríðs­hrjáðar þjóðir og sam­fé­lög eru engan vegin í stakk búin til að takast á við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga, eins og sjá má t.d. í stríðs­hrjáðu Afganistan, Sýr­landi og mörgum þró­un­ar­ríkj­um.

„Sú póli­tík sem við þurfum á að halda til að taka á þessu hættu­á­standi er ekki til staðar í dag,“ segir Greta Thun­berg. „Það er ástæða þess að hvert og eitt okkar verður að þrýsta á þá sem bera ábyrgð­ina frá öllum mögu­legum stöðum og fá fólk til að bregð­ast við.“

Tökum þessi orð til okkar allra. Hlustum á, styðjum við en ekki síst, bregð­umst við kröfum ungs bar­áttu­fólks um allan heim fyrir rót­tæk­ari aðgerðum á hvar­eina í sam­fé­lagi okk­ar, bæði hér heima og í alþjóða­starfi, til að hindra enn frek­ari lofts­lags­breyt­ing­ar. Það er ekk­ert um annað að velja.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, höf­undur er þing­maður og vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search