PO
EN

Lofts­lags­sjóður út­hlut­ar 500 millj­ón­um á fimm árum

Deildu 

Stjórn­völd verja um 500 millj­ón­um króna til nýs Lofts­lags­sjóðs á fimm árum. Þar af verða 140 millj­ón­ir króna til ráðstöf­un­ar í fyrstu út­hlut­un. Opnað er fyr­ir um­sókn­ir í dag og öll­um er heim­ilt að sækja um.

500 milljónir til Loftslagssjóðs – opnað fyrir umsóknir

Alls verður um 500 milljónum króna varið til Loftslagssjóðs á fimm árum og þar af verða 140 milljónir króna til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun. Opnað var í dag fyrir umsóknir í Loftslagssjóð en stofnun hans er ein af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi um Loftslagssjóð sem haldinn var í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Um er að ræða nýjan samkeppnissjóð sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og hefur ráðherra falið Rannís umsjón með honum. Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn og er opið fyrir umsóknir til 30. janúar n.k. 

„Við þurfum margs konar lausnir til að takast á við loftslagsvána. Í því gegna nýsköpun og fræðsla lykilhlutverki og Loftslagssjóður mun veita fjármagni í þetta,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við viljum virkja þann mikla kraft sem er í samfélaginu, til heilla fyrir loftslagið og okkur öll.“

Á fundinum var farið yfir áherslur stjórnar Loftslagssjóðs fyrir fyrstu úthlutun, sem og umsóknarferlið. Boðið er upp á tvær styrktegundir og eru styrkir veittir til eins árs. Annars vegar er um að ræða styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál og getur styrkupphæð verið allt að 5 milljónir króna. Hins vegar er um að ræða styrki til nýsköpunarverkefna en þeim er m.a. ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Nýsköpunarstyrkir geta verið allt 10 milljónir króna og numið allt að 80% af kostnaði verkefnis.

Stjórn Loftslagssjóðs skipar fagráð sem metur styrkhæfi umsókna. Meðal þess sem haft verður til hliðsjónar eru jákvæð áhrif verkefnisins á loftslags, hvort það hafi jákvæð samfélagsleg áhrif, nýnæmi verkefnisins og hvort það muni nýtast víða í samfélaginu.

Á heimasíðu Rannís má nálgast allar nánar upplýsingar um Loftslagssjóð, úthlutunarreglur og styrkumsóknir. Ítarleg handbók Loftslagssjóðs hefur auk þess verið sett á netið.

Stjórn­völd verja um 500 millj­ón­um króna til nýs Lofts­lags­sjóðs á fimm árum. Þar af verða 140 millj­ón­ir króna til ráðstöf­un­ar í fyrstu út­hlut­un. Opnað er fyr­ir um­sókn­ir í dag og öll­um er heim­ilt að sækja um.

„Ég held að það sé gríðarlega mik­il­vægt að stjórn­völd leggi fjár­magn inn í svona verk­efni sem geta orðið að risa­stór­um verk­efn­um í framtíðinni. Þannig að ég er ofboðslega kát­ur í dag, glaður og brosi,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í ávarpi sínu á fund­in­um.

Sjóður­inn er sam­keppn­is­sjóður sem heyr­ir und­ir ráðherra og hef­ur falið Rannís um­sjón með hon­um. Hægt er að sækja um að fá styrki úr fyrstu út­hlut­un sjóðsins til 20. janú­ar næst­kom­andi.

Boðið er upp á tvær styrk­teg­und­ir og eru styrk­ir veitt­ir til eins árs.

Ann­ars veg­ar er um að ræða styrki til kynn­ing­ar og fræðslu um lofts­lags­mál og get­ur styrkupp­hæð verið allt að 5 millj­ón­ir króna. Hins veg­ar er um að ræða styrki til ný­sköp­un­ar­verk­efna en þeim er m.a. ætlað að styrkja rann­sókn­ir og þró­un­ar­starf í tengsl­um við inn­leiðingu á nýj­um lofts­lagsvæn­um tækni­lausn­um og hönn­un. Ný­sköp­un­ar­styrk­ir geta verið allt 10 millj­ón­ir króna og numið allt að 80% af kostnaði verk­efn­is.

Stjórn Lofts­lags­sjóðs skip­ar fagráð sem met­ur styrk­hæfi um­sókna. Meðal þess sem haft verður til hliðsjón­ar eru já­kvæð áhrif verk­efn­is­ins á lofts­lag, hvort það hafi já­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif, ný­næmi verk­efn­is­ins og hvort það muni nýt­ast víða í sam­fé­lag­inu.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search