Search
Close this search box.

Loftslagsvænni landbúnaður

Deildu 

Í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er áhersla lögð á bar­átt­una við lofts­lags­breyt­ing­ar og um­hverf­is­vernd. Þar seg­ir meðal ann­ars að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi í um­hverf­is­mál­um á alþjóðavísu. Þróun og ár­ang­ur ís­lensks sam­fé­lags hef­ur byggst á því að skapa jafn­vægi í sam­býli fólks og nátt­úru og á þeim grunni þarf að byggja til framtíðar og tryggja for­send­ur til vel­sæld­ar nú­ver­andi og kom­andi kyn­slóða. Við erum hluti af vist­kerf­um jarðar en þau þarf bæði að vernda og efla og sjálf­bærni í allri um­gengni við nátt­úr­una er í því sam­hengi lyk­il­atriði.

Mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um eru meðal ann­ars að leggja áherslu á aðgerðir til að draga úr los­un vegna land­notk­un­ar, hraða orku­skipt­um og setja áfanga­skipt los­un­ar­mark­mið fyr­ir hvern geira, í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög og at­vinnu­lífið.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru sér­stök mark­mið sem snúa að lofts­lagsvænni land­búnaði. Þar má til dæm­is nefna þau mark­mið að efla inn­lenda land­búnaðarfram­leiðslu og sam­hæfa stuðning hins op­in­bera með það að mark­miði að styrkja og fjölga stoðum land­búnaðar á grunni sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar í þágu lofts­lags­mála, um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar og fjöl­breytni í rækt­un. Einnig verður út­færður rammi um fram­leiðslu vottaðra kol­efnisein­inga í land­búnaði og ann­arri tengdri land­notk­un.

Ég mun leggja áherslu á fram­gang verk­efna sem stuðla að lofts­lagsvænni land­búnaði í embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Þar búum við að góðum grunni, til dæm­is aðgerðaáætl­un Íslands í lofts­lags­mál­um frá 2020, en ís­lensk stjórn­völd hafa þar sett sér skýr mark­mið um aðgerðir til að stuðla að sam­drætti í los­un gróður­húsaloft­teg­unda til árs­ins 2030.

Í aðgerðaáætl­un­inni er sér­stak­ur kafli til­einkaður land­búnaði þar sem fram koma fimm aðgerðir sem eru til þess falln­ar að draga úr los­un í land­búnaði, en los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá land­búnaði kem­ur einkum frá búfé og notk­un áburðar. Aðgerðirn­ar sem snúa að land­búnaði eru lofts­lagsvænni land­búnaður, kol­efn­is­hlut­leysi í naut­griparækt, auk­in inn­lend græn­met­is­fram­leiðsla, bætt nýt­ing og meðhöndl­un áburðar og bætt fóðrun búfjár til að draga úr iðragerj­un. Mik­il­vægt er að koma þess­um aðgerðum til fram­kvæmda, og sam­tím­is þarf að gæta að því að af­koma bænda skerðist ekki. Í frum­varpi til fjár­laga fyr­ir árið 2022 eykst fjár­heim­ild til lofts­lagsaðgerða í land­búnaði um 75 millj­ón­ir króna.

Með því að vinna mark­visst að því að stuðla að grænni og lofts­lagsvænni land­búnaði gæt­um við að líf­rík­inu og drög­um úr nei­kvæðum lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um. Það er mik­il­vægt mark­mið

Svandís Svavarsdóttir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search