Search
Close this search box.

Losun frá umferð og úrgangi dregst saman

Deildu 

Umhverf­is­stofnun birti nýlega bráða­birgða­tölur yfir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á ábyrgð Íslands á árinu 2019. Töl­urnar benda til þess að í fyrsta sinn síðan árið 2014 hafi losun frá vega­sam­göngum dreg­ist saman en ekki auk­ist. Sam­drátt­ur­inn er 2% milli 2018 og 2019 og von­andi höfum við því náð toppi í losun frá vega­sam­göngum árið 2018. Þetta eru auð­vitað afar góð tíð­ind­i. 

Orku­skipti í sam­göng­um 

Bráða­birgða­grein­ing Umhverf­is­stofn­unar og Hag­stof­unnar bendir til þess að um 2/3 af þessum sam­drætti séu vegna færri ferða­manna árið 2019 en um 1/3 vegna breyt­inga hjá okkur sjálfum hér­lend­is. Hið síð­ar­nefnda kann að benda til þess að við séum að byrja að sjá árang­ur­inn af orku­skiptum í sam­göng­um. Hlut­fall hrein­orku­bíla hefur farið ört vax­andi í inn­flutn­ingi á und­an­förnum miss­erum sem við munum sjá árangur af á þessu ári og þeim næstu. Sem dæmi má nefna að um síð­ustu mán­aða­mót var hlut­fall þeirra 7,1% af fólks­bílum í umferð. Í lok árs­ins 2017 var hlut­fallið 3%. AUGLÝSINGÞarna er átt við raf­magns-, vetn­is, met­an- og tengilt­vinn­bíla, en ekki tvinn­bíla. Ef skoð­aðar eru skrán­ingar á nýjum bílum þá er hlut­fall hrein­orku­bíla 42% af nýskrán­ingum á þessu ári. Ef tvinn­bílar eru teknir með í reikn­ing­inn fer hlut­fallið upp í 54%. Þetta er frá­bær þróun og stjórn­völd munu áfram auð­velda orku­skipti með afsláttum á inn­flutn­ings­sköttum á vist­vænum bílum og styrkjum og skatta­af­sláttum til upp­bygg­ingar hleðslu­stöðv­a. 

Minni losun frá urð­uðum úrgangi

Annað sem bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar leiða í ljós er að losun vegna urð­unar hafi dreg­ist saman um 10% milli ára. Í úrgangs­málum gildir að draga úr urðun eins og nokkur kostur er því þá dregur úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og við nýtum auð­lindir okkar bet­ur. Í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu er laga­frum­varp í smíðum sem mun skylda flokkun og sér­staka söfnun mis­mun­andi úrgangs­flokka. Þá verður bannað að urða líf­rænan úrgangs sem sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum mun skipta lang­mestu máli varð­andi minni losun frá úrgang­i. 

Þurfum árangur á öllum sviðum

Þegar við skoðum heild­ar­breyt­ing­una milli áranna 2018 og 2019 í bráða­birgða­tölum Umhverf­is­stofn­unar nemur sam­dráttur í losun þó ekki meira en 0,3% á milli þess­ara ára. Það hefur t.d. orðið aukn­ing í losun frá jarð­varma­virkj­unum vegna breyttra skil­yrða við fram­leiðslu og losun vegna kæli­m­iðla jókst umtals­vert. Hið síð­ar­nefnda á sér þó þá skýr­ingu að árið 2012 var óvenju­lega mikið flutt inn af kæli­m­iðlum sem m.a. eru not­aðir á fiski­skip­um. Þar sem bún­að­ur­inn hefur 7 ára líf­tíma þá kemur losun vegna þessa mikla inn­flutn­ings árið 2012 fram á árinu 2019. Strax árið 2013 var inn­flutn­ing­ur­inn minni og því útlit fyrir minni losun í þessum flokki á árinu 2020. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná árangri í öllum los­un­ar­flokk­um, en það er sér­lega ánægju­legt að þeir los­un­ar­flokkar sem stjórn­völd hafa lagt mikla áherslu á séu farnir að skila árangri. Hinir eiga sam­kvæmt aðgerða­á­ætlun okkar að skila sér betur á næstu árum. 

Við megum hvergi hvika

Með Par­ís­ar­sátt­mál­anum og sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg höfum við skuld­bundið okkur til að ná 29% sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun árs­ins 2005. Bráða­birgða­nið­ur­stöð­urnar benda sem sagt til þess að við höfum nú náð 6,7 pró­sentu­stigum af þessum 29%. Við erum á réttri leið, en það er líka ljóst að við megum hvergi hvika. 

Lestu meira

Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum dróst saman milli áraÍ nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­unar stjórn­valda í lofts­lags­mál­um, sem kom út í lok júní sl., settum við fram aðgerðir sem líkön sýna að muni skila 35% sam­drætti fram til árs­ins 2030, sem er meiri árangur en Ísland hefur skuld­bundið sig til að ná sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­an­um. Til við­bótar við þetta eru aðgerðir sem enn eru í mótun taldar geta skilað 5-11% sam­drætti, eða sam­tals 40-46%. Ljóst er að auknar kröfur í alþjóða­sam­fé­lag­inu og hér heima, og auk­inn metn­aður stjórn­valda í lofts­lags­málum mun setja markið enn hærra á kom­andi árum. Það dugir ekk­ert minna. 

Mik­il­vægar vís­bend­ingar

Bráða­birgða­tölur fyrir los­un­ar­bók­haldið hafa ekki áður komið svo snemma fram, en þær gefa vís­bend­ingar um á hvaða leið við erum og það er mik­il­vægt. Töl­urnar benda til þess að við­snún­ingur sé haf­inn í losun frá umferð og úrgangi, en áhersla hefur meðal ann­ars verið á þessa þætti í aðgerðum stjórn­valda. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search