Search
Close this search box.

Lýðheilsuvísar 2020 kynntir

Deildu 

Í lok júní voru lýðheilsu­vís­ar fyr­ir árið 2020 kynnt­ir. Embætti land­lækn­is held­ur utan um verk­efnið um lýðheilsu­vísa, en þeir eru safn mæli­kv­arða sem gefa vís­bend­ing­ar um heilsu og líðan þjóðar­inn­ar. Vís­arn­ir eru sett­ir fram til þess að veita yf­ir­sýn og auðvelda heil­brigðisþjón­ustu og sveit­ar­fé­lög­um að greina stöðuna í eig­in um­dæmi þannig að vinna megi með mark­viss­um hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúa hvers um­dæm­is, og þar með bæta heilsu og líðan þjóðar­inn­ar. Verk­efnið um lýðheilsu­vísa er dæmi um það hvernig við get­um nýtt okk­ur gögn og töl­fræði til þess að efla lýðheilsu og bæta heil­brigðisþjón­ustu á mark­viss­an hátt.

Lýðheilsu­vís­arn­ir eru breyti­leg­ir eft­ir árum og við val á þeim er sjón­um einkum beint að þeim þátt­um sem hafa áhrif á heilsu og líðan og fela í sér tæki­færi til heilsu­efl­ing­ar og for­varna. Þá er leit­ast við að velja þá þætti í sjúk­dóma­byrði sem mik­il­vægt er að heil­brigðisþjón­usta hvers um­dæm­is geri sér grein fyr­ir og bregðist við. Sem dæmi um atriði sem eru skoðuð má nefna ham­ingju, ein­mana­leika, græn­met­is- og ávaxta­neyslu, hreyf­ingu, lyfja­notk­un og heilsu­gæslu­heim­sókn­ir.

Í lýðheilsu­vís­un­um fyr­ir árið 2020 kom meðal ann­ars fram að meira en 60% Íslend­inga telja sig mjög ham­ingju­sama og Sunn­lend­ing­ar einkum. Um 10% lands­manna upp­lifa oft ein­mana­leika og yngra fólk finn­ur frek­ar fyr­ir ein­mana­leika en þeir sem eldri eru. Held­ur hef­ur dregið úr áhættu­drykkju full­orðinna en mánaðarleg ölv­un­ar­drykkja nem­enda í 10. bekk hef­ur auk­ist lít­il­lega. Enn dreg­ur úr dag­leg­um reyk­ing­um full­orðinna og rafrettu­notk­un ung­menna.

Tíðni sýkla­lyfja­á­vís­ana til barna und­ir fimm ára held­ur áfram að lækka en tölu­verður mun­ur er á milli heil­brigðisum­dæma. Kom­um á heilsu­gæslu­stöðvar á hvern íbúa held­ur áfram að fjölga á landsvísu og er auk­in notk­un íbúa á heilsu­gæsluþjón­ustu mest á höfuðborg­ar­svæðinu. Aðeins 14% barna í 5.-7. bekk hreyfa sig í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar Embætt­is land­lækn­is (a.m.k. 60 mín­út­ur á dag) þrátt fyr­ir að 2/​3 allra barna á land­inu taki þátt í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi og rúm­lega 11% full­orðinna stunduðu enga rösk­lega hreyf­ingu yfir vik­una árið 2019.

Hér hafa bara verið nefnd nokk­ur dæmi um það sem kom fram í lýðheilsu­vís­um árs­ins 2020 en í þeim er að finna enn meira af gagn­leg­um upp­lýs­ing­um. Þegar vís­arn­ir eru skoðaðir kem­ur í ljós hvaða áskor­un­um heil­brigðis­kerfið stend­ur frammi fyr­ir, og í því fel­ast einnig tæki­færi sem mik­il­vægt er að nýta. Lýðheilsu­vís­arn­ir eru líka mik­il­væg­ur þátt­ur í efl­ingu heilsu­læsis, sem teng­ist einu lyk­ilviðfangs­efna heil­brigðis­stefnu, mark­miðinu um virka not­end­ur.

Svandís Svavars­dótt­ir, heilbrigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search