PO
EN

Málefni einstaklinga með heilabilun

Deildu 

Á næstu áratugum er gert ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem greinast með heilabilun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur af því tilefni hvatt þjóðir heims til að setja sér stefnu í þessum málaflokki og samið leiðbeiningar þar að lútandi.Á næstu áratugum er gert ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem greinast með heilabilun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur af því tilefni hvatt þjóðir heims til að setja sér stefnu í þessum málaflokki og samið leiðbeiningar þar að lútandi. Margar þjóðir hafa þegar farið að þeirri leiðsögn og nú hefur Ísland bæst í hóp þjóða sem hafa sett sér stefnu í þessum mikilvæga málaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem slík stefna er sett fram hér og því um merk tímamót að ræða.

Í byrjun árs 2019 fól ég Jóni Snædal öldrunarlækni að vinna drög að stefnu í málefnum fólks með heilabilun og fór vinnan fram í víðtæku samráði við þjónustuveitendur, sjúklingahópinn sjálfan og aðstandendur fólks með heilabilun. Einnig var horft til alþjóðlegra aðgerðaáætlana á borð við Global action plan on the public health response to dementia 2017-2025 frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni; Evrópusamstarfs um Joint action on dementia og Norðurlandasamstarfs um heilabilun á vegum Nordens Välfärdscenter (NVC). Aðgerðaáætlunin er enn fremur sett fram með hliðsjón af heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Afrakstur stefnumótunarvinnu Jóns Snædal er aðgerðaáætlun í þjónustu við fólk með heilabilun til ársins 2025, sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í apríl síðastliðnum. Áætlunin var jafnframt unnin í samræmi við ályktun Alþingis frá árinu 2017 þar sem heilbrigðisráðherra var falið að móta stefnu í málefnum þessa hóps sem fer ört stækkandi. Stefnumótunarvinnan hefur nú þegar vakið athygli erlendis, til dæmis hjá Evrópsku Alzheimersamtökunum (Alzheimer Europe), sem birtu í byrjun maí frétt um hina íslensku stefnu og aðgerðaáætlun á vef sínum.

Áætlunin tekur til sex málefnasviða og í henni eru skilgreindar 48 aðgerðir sem hver um sig hefur mælanleg markmið. Dæmi um málefnasvið eru sjálfsákvörðunarréttur, þátttaka sjúklinga og lagaleg umgjörð, forvarnir og tímanleg greining á heilabilun á réttum stað. Nokkrum aðgerðanna hefur þegar verið hrint í framkvæmd, þar sem farið var að vinna á grundvelli stefnumótunarvinnunnar fljótlega eftir að Jón Snædal skilaði vinnu sinni með skýrslu. Sem dæmi um aðgerðir sem eru hafnar má nefna fjölgun heilsueflandi móttaka í heilsugæslunni og gerð ýmiss konar kynningarefnis, og vinna við fleiri aðgerðir hefst á þessu ári.

Þessi fyrsta opinbera stefna í málefnum fólks með heilabilum markar tímamót, eins og áður segir. Vinnan var löngu tímabær og ég er sannfærð um að stefnan og aðgerðaráætlunin munu leiða til enn betri þjónustu fyrir þennan hóp og aðstandendur hans, og það er gleðiefni.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search