EN
PO
Search
Close this search box.

Málsvari hvala er lagabókstafurinn

Deildu 

Lög um vel­ferð dýra voru tíma­móta­lög­gjöf. Í fyrsta sinn á Íslandi var málleys­ingj­um veitt til­tek­in vernd á grunni þess að dýr séu skyni gædd­ar ver­ur, að þau hafi gildi í sjálfu sér. Mark­mið lag­anna er að stuðla að vel­ferð dýra, þ.e. að þau séu laus við van­líðan, hung­ur og þorsta, ótta og þján­ingu, sárs­auka, meiðsli og sjúk­dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gædd­ar ver­ur.

Í ág­úst í fyrra setti ég reglu­gerð um eft­ir­lit með vel­ferð dýra við hval­veiðar. Mark­miðið var að stuðla að bættri vel­ferð dýra. Eft­ir­litið hófst 24. ág­úst í fyrra og stóð út vertíðina, eða til 28. sept­em­ber á síðasta ári. Mat­væla­stofn­un vann í kjöl­farið eft­ir­lits­skýrslu sem var send leyf­is­hafa og hon­um veitt tæki­færi til að koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi. Niðurstaða sér­fræðinga Mat­væla­stofn­un­ar var að veiðarn­ar hefðu ekki sam­rýmst mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Niðurstaða eft­ir­lits leiddi í ljós:

Fjór­ir af hverj­um tíu hvöl­um sem veidd­ir voru dóu ekki sam­stund­is, sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóðahval­veiðiráðsins.

Fjórðung hval­anna þurfti að skjóta oft­ar en einu sinni.

Miðgildi dauðastríðsins fyr­ir þá hvali sem ekki dráp­ust strax var 11,5 mín­út­ur.

Tvær klukku­stund­ir og sex skutla þurfti til að fella eina langreyðarkú.

Skýrsla Mat­væla­stofn­un­ar birt­ist í byrj­un maí. Í kjöl­farið fól stofn­un­in fagráði um vel­ferð dýra að fara yfir fyr­ir­liggj­andi gögn og meta hvort veiðar á stór­hvel­um geti yf­ir­höfuð upp­fyllt mark­mið og meg­in­regl­ur laga um vel­ferð dýra þannig að mannúðleg af­líf­un þeirra sé tryggð.

Af­drátt­ar­laus niðurstaða

Niðurstaða fagráðs um vel­ferð dýra sem skilað var í vik­unni er af­drátt­ar­laus; við veiðar á stór­hvel­um er ekki hægt að upp­fylla þau skil­yrði sem nauðsyn­leg eru til að tryggja vel­ferð dýra við af­líf­un. Nán­ar til­tekið seg­ir fagráðið að af­líf­un stór­hvela sé ekki mögu­leg á skjót­an og sárs­auka­laus­an hátt. Auk þess veld­ur eft­ir­för­in við veiðarn­ar hvöl­un­um streitu, og þegar langreyðarkýr eru skotn­ar eru hverf­andi lík­ur á því að hvalkálf­ar sem þeim fylgdu lifi af.

Niðurstaða fagráðsins er með öðrum orðum að hval­veiðar brjóta gegn lög­um um vel­ferð dýra. Lög­gjaf­inn hef­ur falið mér, sem ráðherra sem fer með dýra­vel­ferðar­mál, ábyrgð á því að tryggja vel­ferð dýra með þeim úrræðum sem ég hef. Þessi ábyrgð er sér­stak­lega rík í þess­um mála­flokki þar sem dýr eru málleys­ingj­ar sem eiga sér ekki ann­an mál­svara að lög­um en stjórn­völd. Vel­ferð þeirra verður að vera í for­grunni og laga­bók­staf­ur­inn seg­ir það. Í þessu ljósi varð það úr að fresta upp­hafi veiðitíma­bils­ins og nota næstu vik­ur til að kanna mögu­leg­ar úr­bæt­ur og taka sam­tal við leyf­is­hafa og sér­fræðinga.

Það er úrræði sem er byggt á fag­legu mati og sterk­um laga­grunni, með vel­ferð hvala að leiðarljósi.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search