EN
PO
Search
Close this search box.

Markviss vinna skilar árangri

Deildu 

Í frétt­um vik­unn­ar kom fram að dauðsföll­um vegna of­neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja fækkaði um helm­ing á fyrstu mánuðum árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra, úr tutt­ugu í níu. Við sjá­um að þróun und­an­far­inna ára hef­ur hér verið snúið við en mis­notk­un lyfja sem valdið geta áv­ana og fíkn hef­ur farið hratt vax­andi und­an­far­in ár og haft í för með sér al­var­leg­ar af­leiðing­ar. Til marks um það er fjölg­un dauðsfalla fólks und­ir fer­tugu vegna of­neyslu lyf­seðils­skyldra lyfja úr að meðaltali fimmtán á ári á tíma­bil­inu 2001-2015 í rúm­lega þrjá­tíu dauðsföll árið 2018.

Val­gerður Á. Rún­ars­dótt­ir, for­stjóri SÁÁ, sem var innt var eft­ir viðbrögðum við þess­ari þróun sagði aðgerðir frá heil­brigðisráðuneyt­inu varðandi lyfja­á­vís­an­ir hafa skipt miklu máli í þessu sam­hengi en jafn­framt auk­in umræða og vit­und­ar­vakn­ing um skaðsemi lyfja sem valdið geta áv­ana og fíkn.

Vísaði Val­gerður þarna til aðgerða sem farið var í á veg­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins til að stemma stigu við mis- og of­notk­un geð- og verkjalyfja meðal ann­ars með því að tak­marka magn ávana­bind­andi lyfja í um­ferð hér á landi, styðja við góðar ávís­ana­venj­ur lækna og efla eft­ir­lit, meðal ann­ars með reglu­gerð um lyfja­á­vís­an­ir, nr. 1266/​2017, sem tók gildi 1. júlí sl. Meðal þess sem sú reglu­gerð fel­ur í sér er að lækn­um er veitt meira aðhald en áður í lyfja­á­vís­un­um t.d. með því að heim­ila ekki ávís­un á ýmis lyf, sem valdið geta áv­ana og fíkn, leng­ur en til 30 daga notk­un­ar í senn. Þá þarf að liggja fyr­ir lyfja­skír­teini sjúk­lings til að fá af­greidd lyf úr ákveðnum lyfja­flokk­um og aukn­ar kröf­ur eru um að ein­stak­ling­ar sýni skil­ríki í apó­tek­um til að fá slík lyf af­greidd. Árang­ur þess­ara aðgerða hef­ur verið góður en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Embætti land­lækn­is dró veru­lega úr ávís­un­um lækna á lyf sem valdið geta áv­ana og fíkn á ár­inu 2018.

Þrátt fyr­ir að dregið hafi úr ávís­un­um lyfja sem valdið geta áv­ana og fíkn og dauðsföll­um vegna of­neyslu þeirra hafi fækkað er notk­un slíkra lyfja meiri hér en ann­ars staðar á Norður­lönd­um og ljóst að leita þarf allra leiða til að stemma enn frek­ar stigu við mis­notk­un þeirra. Jafn­framt er mik­il­vægt að huga að ör­yggi þeirra ein­stak­linga sem þegar eru í neyslu með skaðam­innk­un að leiðarljósi og bind ég von­ir við að frum­varp þess efn­is um ör­ugg neyslu­rými verði samþykkt af Alþingi inn­an skamms.

All­ar þess­ar aðgerðir hald­ast í hend­ur og verk­efni af þessu tagi krefst heild­ar­sýn­ar og mark­vissra ákv­arðana.

Höf­und­ur er heil­brigðisráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search