EN
PO
Search
Close this search box.

Matur á páskum

Deildu 

Á hátíðum eru hefðir það sem teng­ir nostal­g­ísk­ar minn­ing­ar um gamla tíð við nútíðina. Þannig tengj­ast ýms­ar hefðir pásk­un­um; upp­lest­ur pass­íusálma, súkkulaðiegg og máls­hætt­ir, páskalilj­ur og síðast en ekki síst, páskalambið, fyr­ir þau sem borða kjöt. Þess­ar hefðir tengja þau okk­ar sem búa í þétt­býli beint við bænd­ur. Við eig­um þó öll í stöðugum sam­skipt­um við bænd­ur, allt frá því að við hell­um mjólk­inni út á morgun­kornið eða fáum okk­ur hafra­graut, þar til við burst­um tenn­urn­ar á kvöld­in. Já, tann­krem er nefni­lega land­búnaðar­af­urð en sor­bitol í tann­kremi er unnið úr maís. Þétt­býli og dreif­býli, borg­in og sveit­in, geta hvor­ugt án hins verið.

Um all­an hinn vest­ræna heim er nú áber­andi umræða um það hvernig hægt sé að tryggja nýliðun meðal bænda en víða fækk­ar í bænda­stétt og bænd­ur eld­ast þrátt fyr­ir að aldrei hafi meira magn af mat­væl­um verið fram­leitt í heim­in­um. Marg­ar þjóðir hafa því tekið til þess ráðs að styðja við bænd­ur með því að auðkenna inn­lend mat­væli og auðvelda neyt­end­um þar með að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um kaup á vör­um. Neyt­end­ur vilja fá skýr­ar upp­lýs­ing­ar um það hvar vör­ur eru fram­leidd­ar og bænd­ur hafa líka haft áhyggj­ur af því að merk­ing­ar vara séu ekki nógu skýr­ar. Dæmi eru um að upp­runa­land sé til­greint í ör­smáu letri á umbúðum inn­fluttra vara en að pakkn­ing­ar bendi ann­ars til þess að um inn­lenda fram­leiðslu sé að ræða.

Sem dæmi um viðleitni til þess að koma í veg fyr­ir óskýr­ar merk­ing­ar eru upp­runa­vott­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins en ís­lenskt lamba­kjöt hlaut þá vott­un á dög­un­um, fyrst inn­lendra búvara. Þannig skip­ar lamba­kjötið okk­ar sér nú sess með frönsk­um ost­um, ít­ölsk­um vín­um og öðrum vör­um bænda í hæsta gæðaflokki. Þessi viður­kenn­ing skipt­ir miklu fyr­ir ís­lensk­an land­búnað. Þá eru víða til val­frjáls­ar upp­runa­merk­ing­ar, til dæm­is „Íslenskt staðfest“, sem auðveld­ar neyt­end­um að velja ís­lenskt, og „Från Sverige“. Vara sem hef­ur merk­ing­una „Íslenskt staðfest“ hef­ur verið vottuð af þriðja aðila, upp­runi inni­halds­efn­anna er ljós og fram­leiðslan á sér stað á Íslandi og því er tryggt að kjör þeirra sem starfa við fram­leiðsluna heyra und­ir ís­lenska vinnu­markaðslög­gjöf. Allt of víða eru kjör land­búnaðar­verka­fólks og fleiri aðila í mat­væla­keðjunni lé­leg miðað við það sem ger­ist hér á landi.

Ef fram­leiðend­ur, versl­an­ir og vinnsl­ur taka sig sam­an og ákveða að auðvelda neyt­end­um að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um kaup á vör­um er ég viss um að neyt­end­ur og bænd­ur styrki sam­band sitt. Styrk­ara sam­band neyt­enda og fram­leiðenda mat­ar­ins er mik­il­vægt því það leiðir af sér meiri stuðning við inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, eyk­ur fæðuör­yggi og stuðlar að því að við velj­um um­hverf­i­s­vænni mat­væli en ella. Það eru mark­mið sem við vilj­um stefna að. Gleðilega páska!

Svandís Svavarsdóttir, mat­vælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search